Enski boltinn

Fer úr 628 þúsund krónum á viku í tíu milljónir við komuna til United

Anton Ingi Leifsson skrifar
James er á leið á Old Trafford.
James er á leið á Old Trafford. vísir/getty
Manchester United er að ganga frá kaupum á Daniel James en James er kantmaður sem United kaupir frá enska B-deildarfélaginu Swansea.

Talið er að United borgi að endingu sautján milljónir fyrir vængmanninn sem er 22 ára gamall. Hann skoraði fjögur mörk í 33 leikjum í Championship-deildinni á síðustu leiktíð.







Við komuna til Manchester-risans fær James eðlilega góða launahækkun. Hjá Swansea fær hann um fjögur þúsund á viku sem samsvarar rúmlega 600 þúsund íslenskum krónum.

Hjá United hækka launin hans eðlilega en talið er að hann muni fá um 67 þúsund á viku. Það eru rúmlega tíu milljónir svo hann fær rúmlega níu milljónir í kauphækkun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×