Erlent

Fyrrverandi borgarstjóri Teheran játar að hafa myrt eiginkonu sína

Andri Eysteinsson skrifar
Frá Teheran, höfuðborg Íran.
Frá Teheran, höfuðborg Íran. Getty/Anadolu Agency
Hinn 67 ára gamli Mohammad Ali Najafi, sem gegndi embætti borgarstjóra írönsku höfuðborgarinnar Teheran á árunum 2017-2018, hefur játað að hafa skotið eiginkonu sína, hina 35 ára gömlu Mitru Ostad, til bana á heimili þeirra. BBC greinir frá.

Najafi, gaf sig fram við lögreglu eftir að lík Ostad hafði fundist. Najafi kveðst hafa ætlað að hóta eiginkonu sinni eftir deilur á milli þeirra en Ostad og Najafi höfðu skilið að borði og sæng. Lögreglan í Teheran hefur gefið út að byssuleyfi Najafi hafi runnið út fyrir fjórum árum.

Vinnubrögð lögreglunnar hafa verið harðlega gagnrýnd en myndbönd frá handtöku Najafi hafa birst og þykja þeir fara silkihönskunum um borgarstjórann fyrrverandi. Lögreglumennirnir handjárnuðu Najafi ekki og settust niður með honum til tedrykkju. Almenningi í Íran þykir hæsta máta ólíklegt að almennir borgarar fengju slíka móttökur frá lögreglu gerðust þeir brotlegir um heldur vægari brot en morð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×