Erlent

Leggja fram formlega beiðni um handtöku

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Julian Assange, stofnandi Wikileaks.
Julian Assange, stofnandi Wikileaks. AP/Matt Dunham

Saksóknari í Svíþjóð hefur farið fram á það við þarlenda dómstóla að gefin verði út handtökuskipun á Julian Assange, stofnanda Wikileaks.

Þetta hefur AP fréttastofan eftir Evu Marie Persson saksóknara.

Hún segir að fallist sænskur dómari á beiðnina verði í kjölfarið gefin út evrópsk handtökuskipun.

Assange, sem var handtekinn í sendirráði Ekvadors í London á dögunum og hnepptur í varðhald í Bretlandi, á einnig yfir höfði sér framsalsbeiðni frá Bandaríkjunum.

Fari svo að svíar krefjisst þess að réttað verði yfir honum í Svíþjóð vegna ásökunar um nauðgun, þá þurfi Bretar að ákveða hvort þeir sendi hann til Svíþjóðar eða Bandaríkjanna.


Tengdar fréttir

Rannsókn á nauðgunarmáli Assange opnuð aftur

Lögmaður konu sem sakar stofnanda Wikileaks um nauðgun fór fram á að rannsókn yrði tekin upp aftur í kjölfar þess að hann er ekki lengur í skjóli í sendiráði Ekvadors.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.