Erlent

Leggja fram formlega beiðni um handtöku

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Julian Assange, stofnandi Wikileaks.
Julian Assange, stofnandi Wikileaks. AP/Matt Dunham

Saksóknari í Svíþjóð hefur farið fram á það við þarlenda dómstóla að gefin verði út handtökuskipun á Julian Assange, stofnanda Wikileaks.Þetta hefur AP fréttastofan eftir Evu Marie Persson saksóknara.Hún segir að fallist sænskur dómari á beiðnina verði í kjölfarið gefin út evrópsk handtökuskipun.Assange, sem var handtekinn í sendirráði Ekvadors í London á dögunum og hnepptur í varðhald í Bretlandi, á einnig yfir höfði sér framsalsbeiðni frá Bandaríkjunum.Fari svo að svíar krefjisst þess að réttað verði yfir honum í Svíþjóð vegna ásökunar um nauðgun, þá þurfi Bretar að ákveða hvort þeir sendi hann til Svíþjóðar eða Bandaríkjanna.


Tengdar fréttir

Rannsókn á nauðgunarmáli Assange opnuð aftur

Lögmaður konu sem sakar stofnanda Wikileaks um nauðgun fór fram á að rannsókn yrði tekin upp aftur í kjölfar þess að hann er ekki lengur í skjóli í sendiráði Ekvadors.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.