Erlent

Frakki dæmdur til dauða fyrir dópsmygl

Atli Ísleifsson skrifar
Fíkniefnalöggjöfin í Indónesíu er einhver sú strangasta í heim.
Fíkniefnalöggjöfin í Indónesíu er einhver sú strangasta í heim. Getty
Dómstóll í Indónesíu hefur dæmt franskan ríkisborgara til dauða fyrir fíkniefnasmygl. Dómurinn kom nokkuð á óvart þar sem saksóknarar fóru fram á tuttugu ára fangelsisdóm.

Hinn 35 ára Frakki, Felix Dorfin, var handtekinn í september síðastliðinn á eyju nærri Bali. Var hann með tösku í fórum sínum þar sem í voru um þrjú kíló af fíkniefnum, þar með talið e-pillur og amfetamín.

Dorfin strauk úr fangelsi í janúar en var handtekinn á ný tveimur vikum síðar. Lögreglumaður er í haldi vegna gruns um að hafa aðstoðað Dorfin að flýja og þegið fyrir það mútur.

Verjandi Dorfin segir að dómnum verði áfrýjað og segir skjólstæðing vera fórnarlamb sem ekki hafi verið kunnugt um að fíkniefni væru í töskunni.

Fíkniefnalöggjöfin í Indónesíu er einhver sú strangasta í heimi og hafa erlendir ríkisborgarar áður hlotið dauðadóm vegna fíkniefnasmygls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×