Fótbolti

Spilar Kjartan Henry í dönsku B-deildinni á næstu leiktíð?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kjartan var niðurbrotinn eftir tap Vejle gegn Hobro.
Kjartan var niðurbrotinn eftir tap Vejle gegn Hobro. vísir/getty

Kjartan Henry Finnbogason hefur áhuga á að endursemja við Vejle um að leika með liðinu á næsta tímabili en samningur Kjartans og Vejle rennur út í sumar.

Vejle féll á sunnudaginn niður í dönsku B-deildina eftir tap gegn Hobro í umspili um áframhaldandi veru í deild þeirra bestu í Danmörku.

KR-ingurinn gekk í raðir Vejle í janúar eftir að hafa stoppað stutt hjá ungverska liðinu Ferencváros. Þar lék hann í tæpt hálft ár en hann hefur einnig verið að mála hjá Horsens í Danmörku.

„Ef ég myndi ráða þá verð ég áfram. Það var tekið frábærlega á móti mér bæði af félaginu og stuðningsmönnum. Ég vil gjarnan vera hér áfram en það er ekki bara undir mér komið,“ sagði Kjartan við Vejle Amts blaðið.

Kjartan skoraði fimm mörk í þrettán leikjum fyrir Vejle sem spilar í næst bestu deild Danmerkur á næstu leiktíð.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.