Fótbolti

Kjartan Henry brenndi af víti þegar Vejle féll

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kjartan Henry skoraði í fyrri leiknum gegn Hobro en klúðraði víti í þeim seinni.
Kjartan Henry skoraði í fyrri leiknum gegn Hobro en klúðraði víti í þeim seinni. vísir/getty

Kjartan Henry Finnbogason klúðraði vítaspyrnu þegar Velje tapaði 0-2 fyrir Hobro í umspili um áframhaldandi sæti í dönsku úrvalsdeildinni. Vejle féll þar með niður í B-deildina.

Velje vann fyrri leikinn, 1-0, með marki Kjartans Henrys. Hobro komst yfir á 14. mínútu í leiknum í dag og staðan því jöfn samanlagt, 1-1.

Vejle fékk víti í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Kjartan Henry fór á punktinn en Jesper Rask, markvörður Hobro, varði spyrnu hans.

Framlengja þurfti leikinn. Mínútu fyrir lok fyrri hálfleiks framlengingarinnar kom Emmanuel Sabbi Hobro í 0-2 sem urðu lokatölur. Hobro vann einvígið, 2-1, og heldur sæti sínu í úrvalsdeildinni.

Vejle leikur hins vegar í B-deildinni á næsta tímabili.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.