Leystir frá störfum fyrir að draga umfang Helfararinnar í efa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. maí 2019 20:45 Al Jazeera er meðal fremstu miðla þegar kemur að málefnum Mið-Austurlanda. Olivier Polet/Getty Fréttaveitan Al Jazeera hefur sagt tveimur blaðamönnum upp störfum eftir að þeir framleiddu myndband í nafni miðilsins þar sem dregið var í efa að Helförin hafi raunverulega átt sér stað á þann hátt sem sagnfræðingar sammælast um. Í myndbandinu er því haldið fram að fjöldi þeirra gyðinga sem týndu lífi þegar nasistar útrýmdu þeim á skipulagðan hátt á fimmta áratug síðustu aldar sé stórlega ýktur og þær ýkjur séu runnar undan rifjum síonistahreyfingarinnar. Ísrael sé sá aðili sem hafi hagnast hvað mest á þjóðarmorðunum. Síonismi er afbrigði þjóðernishyggju sem grundvallast á því að gyðingar, sem þjóð, eigi rétt á eigin landi. Myndbandið var birt á Facebook- og Twitter-síðum Al Jazeera með textanum „Hver er sannleikurinn á bak við Helförina og hvernig hagnaðist síonistahreyfingin á henni?“ Innleggin voru á arabísku á báðum miðlum en þau fengu mikla gagnrýni eftir að bandarísk samtök, Stofnun um rannsóknir á málefnum Mið-Austurlanda (Memri) tísti enskri útgáfu af þeim. Því hefur nú verið eytt. Talsmaður utanríkisráðuneytis Ísraels sagði myndbandið vera „verstu birtingarmynd skaðlegrar illsku.“ Medhi Hasan, einn þekktasti blaðamaður Al Jazeera, sagðist í kjölfar brottrekstrar blaðamannanna tveggja „ánægður að yfirmenn Al Jazeera hafi tekið á málinu af festu“ vegna myndbandsins sem hann sagði vera „fáránlega móðgandi og heimskullegt.“Arabic content versus English content pic.twitter.com/Ag8T95nEVK — Jenan Moussa (@jenanmoussa) May 18, 2019 Ísrael Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Sjá meira
Fréttaveitan Al Jazeera hefur sagt tveimur blaðamönnum upp störfum eftir að þeir framleiddu myndband í nafni miðilsins þar sem dregið var í efa að Helförin hafi raunverulega átt sér stað á þann hátt sem sagnfræðingar sammælast um. Í myndbandinu er því haldið fram að fjöldi þeirra gyðinga sem týndu lífi þegar nasistar útrýmdu þeim á skipulagðan hátt á fimmta áratug síðustu aldar sé stórlega ýktur og þær ýkjur séu runnar undan rifjum síonistahreyfingarinnar. Ísrael sé sá aðili sem hafi hagnast hvað mest á þjóðarmorðunum. Síonismi er afbrigði þjóðernishyggju sem grundvallast á því að gyðingar, sem þjóð, eigi rétt á eigin landi. Myndbandið var birt á Facebook- og Twitter-síðum Al Jazeera með textanum „Hver er sannleikurinn á bak við Helförina og hvernig hagnaðist síonistahreyfingin á henni?“ Innleggin voru á arabísku á báðum miðlum en þau fengu mikla gagnrýni eftir að bandarísk samtök, Stofnun um rannsóknir á málefnum Mið-Austurlanda (Memri) tísti enskri útgáfu af þeim. Því hefur nú verið eytt. Talsmaður utanríkisráðuneytis Ísraels sagði myndbandið vera „verstu birtingarmynd skaðlegrar illsku.“ Medhi Hasan, einn þekktasti blaðamaður Al Jazeera, sagðist í kjölfar brottrekstrar blaðamannanna tveggja „ánægður að yfirmenn Al Jazeera hafi tekið á málinu af festu“ vegna myndbandsins sem hann sagði vera „fáránlega móðgandi og heimskullegt.“Arabic content versus English content pic.twitter.com/Ag8T95nEVK — Jenan Moussa (@jenanmoussa) May 18, 2019
Ísrael Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Sjá meira