Nýr forseti Úkraínu vill að landar hans taki sér íslenska landsliðið til fyrirmyndar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. maí 2019 23:30 Forseti Úkraínu og það sem hann vill meina að eigi að vera fyrirmynd úkraínsku þjóðarinnar, íslenska karlalandsliðið í fótbolta. Myndin er samsett. Vísir/Getty Grínistinn Volodymyr Zelensky sór í morgun embættiseið sem nýr forseti Úkraínu. Í ræðu sinni hvatti hann úkraínsku þjóðina til að taka sér íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sér til fyrirmyndar.Hinn 41 árs Zelensky vann sigur í forsetakosningunum í síðasta mánuði þar sem hann hafði betur gegn sitjandi forseta, Petró Pórósjenkó, með miklum mun. Hefur hann heitið því að taka á víðtækri spillingu í landinu og hélt hann innblásna ræðu er hann tók við embættinu í dag.Þar reyndi hann að hvetja íbúa Úkraínu til dáða og sagði hann mikilvægt að þjóðin stæði saman sem eitt svo byggja mætti betri framtíð fyrir alla Úkraínumenn.„Það eru ekki til litlir Úkraníumenn eða stórir Úkraínumenn, réttir Úkraníumenn eða rangir Úkraníumenn. Við erum allir Úkraníumenn,“ sagði Zelensky. Í ræðu sinni sagði hann að allir sem væru tilbúnir til þess að byggja upp nýja og sterka Úkraínu yrðu velkomnir til Úkraínu.Hér má sjá Hannes Halldórsson sporðrenna Lionel Messi á HM í Rússlandi árið 2018.Vísir/gettyMögulega myndu einhverjir hafa sínar efasemdir um að hægt væri að sameina úkraínsku þjóðina enda væri verkefnið stórt, jafn vel ómögulegt. Skorti íbúum Úkraínu innblástur þyfti ekki að leita lengra en til íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. „Munið þið eftir íslenska knattspyrnulandsliðinu á heimsmeistaramótinu? Nemendur, ræstitæknar og flugmenn. Þeir börðust fyrir landið sitt og þeim tókst það, jafn vel þótt enginn hafi haft trú á þeim. Við þurfum að vera eins og íslenska þjóðin er í fótbolta,“ sagði Zelensky. Mögulega hefur forsetinn ekki fengið alveg réttar upplýsingar um atvinnu landsliðsmannanna sem mönnuðu landsliðið á heimsmeistaramótinu, en allir voru þeir atvinnumenn í knattspyrnu ef frá er talinn Birkir Már Sævarsson sem spilar fyrir Val hér heima á Íslandi og starfar einnig hjá Saltverk, eins og víða var fjallað um í tengslum við heimsmeistaramótið sem haldið var í Rússlandi á síðasta ári. Landsliðinu tókst reyndar ekki að endurtaka leikinn á HM frá því á EM í knattspyrnu í Frakklandi árið 2016 þegar liðið fór alla leið í 8-liða úrslit, en í Rússlandi komst liðið ekki upp úr riðlinum þrátt fyrir frækna frammistöðu, ekki síst gegn Argentínu.Horfa má ræðu Zelensky hér fyrir neðan. Ummæli hans um íslenska karlalandsliðið má heyra þegar 48.40 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Úkraína Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Grínistinn Volodymyr Zelensky sór í morgun embættiseið sem nýr forseti Úkraínu. Í ræðu sinni hvatti hann úkraínsku þjóðina til að taka sér íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sér til fyrirmyndar.Hinn 41 árs Zelensky vann sigur í forsetakosningunum í síðasta mánuði þar sem hann hafði betur gegn sitjandi forseta, Petró Pórósjenkó, með miklum mun. Hefur hann heitið því að taka á víðtækri spillingu í landinu og hélt hann innblásna ræðu er hann tók við embættinu í dag.Þar reyndi hann að hvetja íbúa Úkraínu til dáða og sagði hann mikilvægt að þjóðin stæði saman sem eitt svo byggja mætti betri framtíð fyrir alla Úkraínumenn.„Það eru ekki til litlir Úkraníumenn eða stórir Úkraínumenn, réttir Úkraníumenn eða rangir Úkraníumenn. Við erum allir Úkraníumenn,“ sagði Zelensky. Í ræðu sinni sagði hann að allir sem væru tilbúnir til þess að byggja upp nýja og sterka Úkraínu yrðu velkomnir til Úkraínu.Hér má sjá Hannes Halldórsson sporðrenna Lionel Messi á HM í Rússlandi árið 2018.Vísir/gettyMögulega myndu einhverjir hafa sínar efasemdir um að hægt væri að sameina úkraínsku þjóðina enda væri verkefnið stórt, jafn vel ómögulegt. Skorti íbúum Úkraínu innblástur þyfti ekki að leita lengra en til íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. „Munið þið eftir íslenska knattspyrnulandsliðinu á heimsmeistaramótinu? Nemendur, ræstitæknar og flugmenn. Þeir börðust fyrir landið sitt og þeim tókst það, jafn vel þótt enginn hafi haft trú á þeim. Við þurfum að vera eins og íslenska þjóðin er í fótbolta,“ sagði Zelensky. Mögulega hefur forsetinn ekki fengið alveg réttar upplýsingar um atvinnu landsliðsmannanna sem mönnuðu landsliðið á heimsmeistaramótinu, en allir voru þeir atvinnumenn í knattspyrnu ef frá er talinn Birkir Már Sævarsson sem spilar fyrir Val hér heima á Íslandi og starfar einnig hjá Saltverk, eins og víða var fjallað um í tengslum við heimsmeistaramótið sem haldið var í Rússlandi á síðasta ári. Landsliðinu tókst reyndar ekki að endurtaka leikinn á HM frá því á EM í knattspyrnu í Frakklandi árið 2016 þegar liðið fór alla leið í 8-liða úrslit, en í Rússlandi komst liðið ekki upp úr riðlinum þrátt fyrir frækna frammistöðu, ekki síst gegn Argentínu.Horfa má ræðu Zelensky hér fyrir neðan. Ummæli hans um íslenska karlalandsliðið má heyra þegar 48.40 mínútur eru liðnar af myndbandinu.
Úkraína Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira