Erlent

Nýr forseti Úkraníu hyggst leysa upp þingið

Atli Ísleifsson skrifar
Volodymyr Zelensky hefur starfað sem leikari og grínisti en er nú valdamesti maður Úkraínu.
Volodymyr Zelensky hefur starfað sem leikari og grínisti en er nú valdamesti maður Úkraínu. AP/ Efrem Lukatsky

Grínistinn Volodymyr Zelensky sór í morgun embættiseið sem nýr forseti Úkraínu. Zelensky greindi frá því í morgun að hann muni leysa upp þing landsins, að því er fram kemur í frétt Reuters.

Hinn 41 árs Zelensky vann sigur í forsetakosningunum í síðasta mánuði þar sem hann hafði betur gegn sitjandi forseta, Petró Pórósjenkó, með miklum mun.

Zelensky hét því í kosningabaráttunni að hann myndi leysa upp þingið.

Stuðningsmenn Zelensky segja valdatíð hans marka nýtt upphaf í landinu en andstæðingar hans segja hann vera strengjabrúðu pólitískra andstæðinga Pórósjenkó.

Zelensky hefur heitið því að taka á víðtækri spillingu í landinu, gera umbætur á réttarkerfi landsins og skapa hvata fyrir erlenda fjárfestingu. Þá ætli hann sér að binda enda á átök Úkraínumanna við rússneska aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins.

Gagnrýnendur hafa hins vegar sagt svör Zelensky um hvernig hann ætli sér að framfylgja stefnunni hafa verið óljós.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.