Heimildarmynd um Hatara í óleyfi á YouTube Jakob Bjarnar skrifar 21. maí 2019 10:31 Skarphéðinn hefur farið þess á leit við YouTube að heimildamynd um Hatara verði fjarlægð af efnisveitunni. Hann segir þetta hvimleiðan eltingarleik við höfundarréttarbrotin sem eru alltof algeng. Heimildarmynd um Hatara, sem Vísir sagði af nú í morgun, var birt á YouTube í óleyfi og hefur verið þar í um viku tíma. Þar er um skýrt höfundarréttarbrot að ræða en Ríkissjónvarpið á sýningarréttinn. „Rétt. Þetta er höfundarvarið efni. RÚV er rétthafinn. Keypti sýningarréttinn og er að auki meðframleiðandi með Tattarrattat, sem er framleiðslufyrirtæki Önnu Hildar Hildibrandsdóttur. Hún framleiddi myndina og hefur farið fram á það við Youtube að myndin verði fjarlægð. Hún er aðgengileg í spilara RÚV,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. Hann segir óhætt að segja þetta algengt vandamál, að brotið sé á RÚV með þessum hætti. „Já, það er óhætt að segja það. Kemur reglulega upp en blessunarlega þá er Youtube farið að bregðast nokkuð hratt og örugglega við því þegar gerðar eru athugasemdir og fjarlægir þá vanalega efnið um hæl.“ Þetta er hvimleiður eltingaleikur að sögn Skarphéðins, sem kemur þó vitaskuld verr niður á áskriftarstöðvum sem reiða sig á að þeir einu sem geti nálgast efnið séu þeir sem hafi greitt fyrir það. Dagskrárstjórinn segir að vandinn sé til staðar en vandséð hvernig er hægt að bregðast við. „FRÍSK gætir réttar rétthafa kvikmynda- og sjónvarpsefnis og hefur fylgt svona málum og sambærilegum eftir af festu. Vandinn er auðvitað stærri þegar kemur að niðurhali á deilisíðum því Youtube bregst við og fjarlægir efni sem er höfundarréttarvarið.“ Bíó og sjónvarp Eurovision Fjölmiðlar Tengdar fréttir Stærstu svikin að segjast vera hættir en taka svo þátt í Eurovision Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. 21. maí 2019 07:00 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Heiðar búinn að stofna Dreka um nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Sjá meira
Heimildarmynd um Hatara, sem Vísir sagði af nú í morgun, var birt á YouTube í óleyfi og hefur verið þar í um viku tíma. Þar er um skýrt höfundarréttarbrot að ræða en Ríkissjónvarpið á sýningarréttinn. „Rétt. Þetta er höfundarvarið efni. RÚV er rétthafinn. Keypti sýningarréttinn og er að auki meðframleiðandi með Tattarrattat, sem er framleiðslufyrirtæki Önnu Hildar Hildibrandsdóttur. Hún framleiddi myndina og hefur farið fram á það við Youtube að myndin verði fjarlægð. Hún er aðgengileg í spilara RÚV,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. Hann segir óhætt að segja þetta algengt vandamál, að brotið sé á RÚV með þessum hætti. „Já, það er óhætt að segja það. Kemur reglulega upp en blessunarlega þá er Youtube farið að bregðast nokkuð hratt og örugglega við því þegar gerðar eru athugasemdir og fjarlægir þá vanalega efnið um hæl.“ Þetta er hvimleiður eltingaleikur að sögn Skarphéðins, sem kemur þó vitaskuld verr niður á áskriftarstöðvum sem reiða sig á að þeir einu sem geti nálgast efnið séu þeir sem hafi greitt fyrir það. Dagskrárstjórinn segir að vandinn sé til staðar en vandséð hvernig er hægt að bregðast við. „FRÍSK gætir réttar rétthafa kvikmynda- og sjónvarpsefnis og hefur fylgt svona málum og sambærilegum eftir af festu. Vandinn er auðvitað stærri þegar kemur að niðurhali á deilisíðum því Youtube bregst við og fjarlægir efni sem er höfundarréttarvarið.“
Bíó og sjónvarp Eurovision Fjölmiðlar Tengdar fréttir Stærstu svikin að segjast vera hættir en taka svo þátt í Eurovision Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. 21. maí 2019 07:00 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Heiðar búinn að stofna Dreka um nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Sjá meira
Stærstu svikin að segjast vera hættir en taka svo þátt í Eurovision Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. 21. maí 2019 07:00
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent