Stærstu svikin að segjast vera hættir en taka svo þátt í Eurovision Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. maí 2019 07:00 Klemens Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson. Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. Þetta kemur fram í heimildarmynd um Hatara sem birt var á YouTube á dögunum. Samkvæmt heimildum Vísis töldu liðsmenn Hatara það líklegra til árangurs að koma inn í Söngvakeppnina sem hljómsveit sem hefði hætt, því það myndi skapa meira umtal og athygli. Vísir birti á sínum tíma föstudagspaylista Hatara, sem var titlaður endalokaplaylistinn. Heimildarmyndin er athyglisverð áhorfs ekki síst nú þegar þátttöku Hatara í Eurovision er lokið. Í myndinni er rætt við liðsmenn Hatara eftir sigurinn í Söngvakeppninni, plön þeirra og væntingar auk þess sem áhorfandinn fær dýpri skilning á því um hvað Hatari snýst. Hvernig frændurnir Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan hafi frá unga aldri bætt hvorn annan upp. Klemens sé góður á gítar, hafi gert alls konar prufur en Matthías einbeitt sér að textagerð. Svo hafi fleiri og fleiri bæst í hópinn, allir tilbúnir í að vera eitthvað meira en hljómsveit. Standa fyrir eitthvað og breiða út boðskap. „Skapa umræðu og vekja fólk til umhugsunar,“ eins og Andrean dansari kemst að orði. Á hann þar við ástandið í heiminum á 21. öldinni þar sem neysluhyggjan ræður ríkjum. Hann segist sjálfur hafa viljað að Ísland sniðgengi keppnina en skipt um skoðun þegar honum bauðst að syngja með Hatara. Þá kemur fram hvaða ólíku væntingar þau geri hvert fyrir sig til Eurovision. Sumir vilja vinna en aðrir telja það algjört aukaatriði. Betri árangur myndi samt þýða að boðskapurinn dreifðist víðar. Anna Hildur Hildibrandardóttir leikstýrir myndinni en hún er eiginkona Gísla Þórs Guðmundssonar, betur þekktur sem Gis Von Ice, umboðsmanns Hatara. Myndin er unnin í samvinnu við RÚV en birt á YouTube. Baldvin Vernharðsson sá um kvikmyndatöku. Þau eru sömuleiðis með mynd í vinnslu um þátttöku sveitarinnar í Eurovision í Ísrael.Uppfært klukkan 10:33: Hér áður var vísað í eintak af myndinni sem var aðgengilegt á YouTube. Ábending barst frá rétthöfum um að myndinni hafi verið hlaðið upp í óleyfi og hefur hlekkurinn því verið fjarlægður. Bíó og sjónvarp Eurovision Tónlist Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. Þetta kemur fram í heimildarmynd um Hatara sem birt var á YouTube á dögunum. Samkvæmt heimildum Vísis töldu liðsmenn Hatara það líklegra til árangurs að koma inn í Söngvakeppnina sem hljómsveit sem hefði hætt, því það myndi skapa meira umtal og athygli. Vísir birti á sínum tíma föstudagspaylista Hatara, sem var titlaður endalokaplaylistinn. Heimildarmyndin er athyglisverð áhorfs ekki síst nú þegar þátttöku Hatara í Eurovision er lokið. Í myndinni er rætt við liðsmenn Hatara eftir sigurinn í Söngvakeppninni, plön þeirra og væntingar auk þess sem áhorfandinn fær dýpri skilning á því um hvað Hatari snýst. Hvernig frændurnir Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan hafi frá unga aldri bætt hvorn annan upp. Klemens sé góður á gítar, hafi gert alls konar prufur en Matthías einbeitt sér að textagerð. Svo hafi fleiri og fleiri bæst í hópinn, allir tilbúnir í að vera eitthvað meira en hljómsveit. Standa fyrir eitthvað og breiða út boðskap. „Skapa umræðu og vekja fólk til umhugsunar,“ eins og Andrean dansari kemst að orði. Á hann þar við ástandið í heiminum á 21. öldinni þar sem neysluhyggjan ræður ríkjum. Hann segist sjálfur hafa viljað að Ísland sniðgengi keppnina en skipt um skoðun þegar honum bauðst að syngja með Hatara. Þá kemur fram hvaða ólíku væntingar þau geri hvert fyrir sig til Eurovision. Sumir vilja vinna en aðrir telja það algjört aukaatriði. Betri árangur myndi samt þýða að boðskapurinn dreifðist víðar. Anna Hildur Hildibrandardóttir leikstýrir myndinni en hún er eiginkona Gísla Þórs Guðmundssonar, betur þekktur sem Gis Von Ice, umboðsmanns Hatara. Myndin er unnin í samvinnu við RÚV en birt á YouTube. Baldvin Vernharðsson sá um kvikmyndatöku. Þau eru sömuleiðis með mynd í vinnslu um þátttöku sveitarinnar í Eurovision í Ísrael.Uppfært klukkan 10:33: Hér áður var vísað í eintak af myndinni sem var aðgengilegt á YouTube. Ábending barst frá rétthöfum um að myndinni hafi verið hlaðið upp í óleyfi og hefur hlekkurinn því verið fjarlægður.
Bíó og sjónvarp Eurovision Tónlist Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira