Innlent

Segir koma til greina að rifta kjarasamningum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/vilhelm

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir það koma til greina að rifta nýundirrituðum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins, SA. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. Efling krafðist í dag fundar hjá ríkissáttasemjara með SA vegna „vanefnda“ á samningnum.

Í yfirlýsingu Eflingar sem send var út í dag segir að málið komi til vegna hópuppsagnar hótelstjórans Árna Vals Sólonssonar á launakjörum starfsfólks síns umsvifalaust eftir samþykkt kjarasamninganna.

SA hafi sent bréf til Eflingar þar sem þvertekið var fyrir að um væri að ræða undanbrögð vegna launahækkana í kjarasamningum. Í yfirlýsingu var haft eftir Viðari Þorsteinssyni framkvæmdastjóra Eflingar að nú sé traust milli samningsaðila í húfi og að málið snúist um efndir á samningum.

Sólveig Anna sagði málið mjög alvarlegt í kvöldfréttum RÚV. Þess verði krafist að SA láti félagsmenn sína vita af því að framkoma á borð við þá sem hótelstjórinn hafi sýnt sé ólíðandi, og tryggi þannig að verkalýðsfélögin geti treyst því að orð standi. Að öðrum kosti sé ekkert annað í stöðunni en að rifta samningum.


Tengdar fréttir

Kjarasamningar verði virtir

Miðstjórn ASÍ harmar viðbrögð þeirra atvinnurekenda sem hafa gripið til uppsagna á launakjörum starfsmanna vegna kostnaðarauka í kjölfar nýsamþykktra kjarasamninga.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.