Innlent

Kjarasamningar verði virtir

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ. Fréttablaðið/Anton Brink

Miðstjórn ASÍ harmar viðbrögð þeirra atvinnurekenda sem hafa gripið til uppsagna á launakjörum starfsmanna vegna kostnaðarauka í kjölfar nýsamþykktra kjarasamninga.

„Þeir atvinnurekendur sem gripið hafa til uppsagna á ráðningarkjörum starfsmanna sinna nú í kjölfar undirritunar og samþykkis kjarasamninga ganga gegn markmiðum samninganna og lýsa því beinlínis yfir að þeir hyggist ekki efna þá,“ segir í ályktuninni.

Þá skorar miðstjórnin á atvinnurekendur að draga þegar til baka uppsagnir sem byggðar eru á framangreindum forsendum. ASÍ áskilur öllum aðildarsamtökum sínum rétt til þess að lýsa yfir einhliða riftun kjarasamninga vegna þessara sömu atvinnurekenda vegna þess ásetnings að ætla sér ekki að virða samningana.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.