Fótbolti

Sú besta í heimi gefur sig ekki: Einhvern tímann munu karlarnir í jakkafötunum átta sig á þessu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ada Hegerberg í leik með franska liðinu Lyon.
Ada Hegerberg í leik með franska liðinu Lyon. Getty/Matthew Ashton

Ada Hegerberg hefur farið óvenjulega leið til að berjast fyrir jafnrétti í heimalandi sínu. Ada Hegerberg er besta knattspyrnukona heims í dag eftir að hafa fengið slík verðlaun frá bæði FIFA í desember og BBC í þessari viku.

Ada Hegerberg hjálpaði Lyon að vinna Meistaradeildina fjórða árið í röð um síðustu helgi þegar hún skoraði þrennu á sextán mínútum í úrslitaleiknum. Lyon hefur unnið þrefalt öll þrjú tímabil Ödu Hegerberg hjá liðinu.

Fram undan er heimsmeistaramótið í Frakklandi og landslið hennar Noregur verður meðal keppenda. Þar verður hins vegar engin Ada Hegerberg.

Ada Hegerberg hefur nefnilega ekki gefið kost á sér í landsliðið síðan 2017 og stendur í miklu stríði við norska knattspyrnusambandið.

Hún hætti í landsliðinu vegna „skorts á virðingu“ fyrir knattspyrnukonum hjá norska sambandinu og hefur ekki gefið sig í þeirri útlegð.

„Mín skoðun er að við leikmenn þurfum alltaf að vera á tánum og hlusta á allt sem er sagt með gagnrýnu hugarfari. Ef við pressum ekki á breytingar í kvennaknattspyrnu og hjálpum henni í rétta átt þá fer hún ekki þangað að sjálfu sér,“ sagði Ada Hegerberg við breska ríkisútvarpið.„Fótbolti er mín ástríða í lífinu og ég hef lagt mikið á mig til að komast hingað sem ég er í dag. Þegar eitthvað er svona mikilvægt fyrir mig þá get ég ekki setið aðgerðalaus þegar hlutir fara ekki í rétta átt,“ sagði Hegerberg.

„Það væri auðvelt fyrir mig að spila minn leik og segja ekki neitt. Þetta er bara miklu stærra en það,“ sagði Hegerberg.

„Með því að vinna alla þessa titla og ná þessum árangri þá hef ég fengið rödd. Þetta snýst ekki mig og hefur aldrei snúist um mig. Þetta snýst um að ná fram breytingum í okkar íþrótt. Þetta ætti líka að hreyfa við fullt af öðru fólki líka. Við erum í þessu saman,“ sagði Hegerberg.„Einn blaðamaður spurði mig hvort ég liti á mig sem fótboltakonu eða konu sem berjist fyrir kynjajafnrétti. Ég svaraði að það væri ómögulegt að vera í fótbolta og berjast ekki fyrir jafnrétti,“ sagði Hegerberg.

„Um leið og launajafnrétti fær meiri athygli þá verður þetta auðveldara. Þetta snýst ekki samt alltaf um peninga. Þetta snýst um hugarfar og virðingu. Við erum að tala um að ungar stelpur fá sömu tækifæri og strákarnir, fái sama tækifæri til að leyfa sér að dreyma,“ sagði Hegerberg.

„Ef við náum ekki að breyta hugarfarinu í byrjun þá vitum við að þetta mun breytast á endanum. Karlarnir í jakkafötunum geta ekki litið fram hjá því. Þeir munu átta sig á þessu einn daginn. Þeir munu þá sjá að þetta er snýst um samfélagið okkar og nútímafótbolta,“ sagði,“ sagði Hegerberg.

Tengdar fréttir

Eins og ef Messi eða Ronaldo neituðu að taka þátt í HM

Það er auðvelt að ímynda sér fjölmiðlafárið ef Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hefðu neitað að spila með landsliðum sínum á HM í Rússlandi í fyrra en þannig er einmitt staðan í heimi kvennaknattspyrnunnar.

Sú besta ekki með á HM

Ada Hegerberg verður ekki með Norðmönnum á HM kvenna í fótbolta í sumar þar sem hún neitar enn að spila með norska landsliðinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.