Besta fótboltakona heims skaut beint í punginn á frægum sjónvarpsmanni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2019 09:30 Ada Hegerberg Getty/Emilio Andreoli Norska knattspyrnukonan Ada Stolsmo Hegerberg fékk á dögunum Gullknöttinn sem besta knattspyrnukona heims. Frægur sjónvarpsmaður í Noregi og Svíþjóð treysti henni líklega aðeins of mikið við upptöku á sjónvarpsþætti. Verðlaunin hennar Hegerberg vöktu enn meiri athygli þegar kynnir hátíðarinnar hljóp á sig í viðtalinu við Hegerberg. Hegerberg fékk líka mikið lof hvernig hún afgreiddi karlrembukynninn og hann bað hana seinna afsökunar.Sjá einnig:Lætur twerk-spurninguna ekki skemma minninguna: „Besta kvöld lífs míns“ Norðmenn eru að sjálfsögðu mjög stoltir af sinni konu og ekki síst fyrir það hvað hún lét ekki bjóða sér hvað sem er. „Kanntu að twerka?“ spurði plötusnúðurinn Martin Solveig og fékk eitt stutt „Nei“ til baka, áður en Hegerberg yfirgaf sviðið. Hinn franski Solveig segist í samtali við erlenda fjölmiðla hafa rætt við knattspyrnukonuna eftir athöfnina. Hann kveðst hafa beðið Hegerberg afsökunar og að hans sögn á hún að hafa áttað sig á „gríni“ tónlistarmannsins.Sjá einnig:Biðst afsökunar á taktlausri dansspurningu Hegerberg er að spila með Lyon í Frakklandi og þangað heimsótti hana á dögunum einn frægasti spjallþáttarstjórnandinn í Noregi. Sá heitir Fredrik Skavlan og sér um viðtalsþáttinn Skavlan sem er sýndur bæði í Noregi og Svíþjóð. Skavlan mætti til Frakklands og sem hluti af innganginum af viðtalinu þá átti Ada Stolsmo Hegerberg að skora framhjá honum þar sem hann stóð fyrir framan markið. Ada Stolsmo Hegerberg er mikill markaskorari og raðar inn mörkum með Olympique Lyonnais. Hún hefur skorað 175 mörk í 142 leikjum í öllum keppnum með liðinu. Hún er því að hitta þagnað sem hún ætlar að skjóta. Skot hennar heppnaðist hinsvegar ekki betur en svo að hún skaut beint í punginn á Fredrik Skavlan. Hegerberg bað hann strax innilega afsökunar en fékk svo að setja sparkið „misheppnaða“ inn á Instagram-síðu sína eins og sjá má hér fyrir neðan. Fredrik Skavlan stóð þetta óvenjuleg af sér og grínaðist með að þetta væri í lagi þar sem að hann væri nú þegar búinn að eignast fullt af börnum. View this post on InstagramGreat ??s of fire #IFeelBadThough @skavlantvshow A post shared by Ada Stolsmo Hegerberg (@ahegerberg) on Jan 10, 2019 at 11:22am PSTHer går det galt for Fredrik Skavlan https://t.co/hW85fPSbbHpic.twitter.com/pZiYFGFVqo — TV 2 Nyhetene (@tv2nyhetene) January 10, 2019 X Fótbolti Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Norska knattspyrnukonan Ada Stolsmo Hegerberg fékk á dögunum Gullknöttinn sem besta knattspyrnukona heims. Frægur sjónvarpsmaður í Noregi og Svíþjóð treysti henni líklega aðeins of mikið við upptöku á sjónvarpsþætti. Verðlaunin hennar Hegerberg vöktu enn meiri athygli þegar kynnir hátíðarinnar hljóp á sig í viðtalinu við Hegerberg. Hegerberg fékk líka mikið lof hvernig hún afgreiddi karlrembukynninn og hann bað hana seinna afsökunar.Sjá einnig:Lætur twerk-spurninguna ekki skemma minninguna: „Besta kvöld lífs míns“ Norðmenn eru að sjálfsögðu mjög stoltir af sinni konu og ekki síst fyrir það hvað hún lét ekki bjóða sér hvað sem er. „Kanntu að twerka?“ spurði plötusnúðurinn Martin Solveig og fékk eitt stutt „Nei“ til baka, áður en Hegerberg yfirgaf sviðið. Hinn franski Solveig segist í samtali við erlenda fjölmiðla hafa rætt við knattspyrnukonuna eftir athöfnina. Hann kveðst hafa beðið Hegerberg afsökunar og að hans sögn á hún að hafa áttað sig á „gríni“ tónlistarmannsins.Sjá einnig:Biðst afsökunar á taktlausri dansspurningu Hegerberg er að spila með Lyon í Frakklandi og þangað heimsótti hana á dögunum einn frægasti spjallþáttarstjórnandinn í Noregi. Sá heitir Fredrik Skavlan og sér um viðtalsþáttinn Skavlan sem er sýndur bæði í Noregi og Svíþjóð. Skavlan mætti til Frakklands og sem hluti af innganginum af viðtalinu þá átti Ada Stolsmo Hegerberg að skora framhjá honum þar sem hann stóð fyrir framan markið. Ada Stolsmo Hegerberg er mikill markaskorari og raðar inn mörkum með Olympique Lyonnais. Hún hefur skorað 175 mörk í 142 leikjum í öllum keppnum með liðinu. Hún er því að hitta þagnað sem hún ætlar að skjóta. Skot hennar heppnaðist hinsvegar ekki betur en svo að hún skaut beint í punginn á Fredrik Skavlan. Hegerberg bað hann strax innilega afsökunar en fékk svo að setja sparkið „misheppnaða“ inn á Instagram-síðu sína eins og sjá má hér fyrir neðan. Fredrik Skavlan stóð þetta óvenjuleg af sér og grínaðist með að þetta væri í lagi þar sem að hann væri nú þegar búinn að eignast fullt af börnum. View this post on InstagramGreat ??s of fire #IFeelBadThough @skavlantvshow A post shared by Ada Stolsmo Hegerberg (@ahegerberg) on Jan 10, 2019 at 11:22am PSTHer går det galt for Fredrik Skavlan https://t.co/hW85fPSbbHpic.twitter.com/pZiYFGFVqo — TV 2 Nyhetene (@tv2nyhetene) January 10, 2019 X
Fótbolti Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira