Mannréttindasamtök gagnrýna Bolsonaro Brasilíuforseta Kjartan Kjartansson skrifar 23. maí 2019 10:56 Bolsonaro forseti hefur gefið út tilskipun um að rýmka skotvopnalöggjöf Brasilíu. Vísir/EPA Stefna Jairs Bolsonaro, forseta Brasilíu, mun leiða til fleiri morða í Brasilía og svipta suma landsmenn mannréttindum, að mati mannréttindasamtakanna Amnesty International. Samtökin nefna tilslakanir á vopnalögum, strangari fíkniefnalöggjöf og tilraunir til að hafa áhrif á störf félagasamtaka í Brasilíu. Hægriharðlínumaðurinn Bolsonaro tók við embætti forseta í byrjun árs eftir afgerandi kosningasigur í fyrra. Jurema Werneck, forstöðumaður Amnesty í Brasilíu, segir að samtökin hafi varað við ógninni sem mannréttindum stafaði af Bolsonaro þegar hann var kjörinn. „Við erum að byrja að sjá að áhyggjur okkar voru á rökum reistar,“ segir Werneck. Orðræða Bolsonaro gegn mannréttindum sem hann hefur ástundað allan stjórnmálaferill sinn sé nú að verða að beinhörðum aðgerðum sem ógni og brjóti á mannréttindum allra Brasilíumanna. Í opnu bréfi sem Amnesty birti í dag kemur einnig fram að Bolsonaro brjóti á réttindinum frumbyggja og samfélaga afkomenda þræla, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar.Jurema Werneck, forstöðumaður Amnesty International í Brasilíu, þegar hún ræddi við fréttamenn á þriðjudag.Ráðuneyti málefna kvenna, fjölskyldna og mannréttinda í ríkisstjórn Bolsonaro hafnaði ásökunum Amnesty. Engar vísbendingar væru um að þær byggðust á staðreyndum eða raunverulegum atburðum. Ráðuneytið væri tilbúið að ræða við samtökin til að sýna þeim fram á að ásakanirnar ættu ekki við rök að styðjast. Tilskipun Bolsonaro um að rýmka skotvopnalöggjöfina hefur reynst umdeild í Brasilíu. Ríkisstjórar þrettán af 26 ríkjum Brasilíu birtu opið bréf þar sem þeir mótmæltu tilskipuninni á þriðjudag. Þeir telja hana aðeins eftir að auka á ofbeldisölduna í landinu. Með tilskipuninni geta einstaklingar keypt meira magn af skotfærum og ákveðnir hópar mega ganga um vopnaðir án þess að þurfa sérstakt leyfi, þar á meðal alríkislögreglumenn, vöruflutningabílstjórar, kjörnir fulltrúar og blaðamenn. Brasilía Tengdar fréttir Vill endurskrifa sögu valdaránsins í kennslubókum Ríkisstjórn hægriöfgamannsins Jairs Bolsonaro vill að hætt verði að tala um valdarán og að herforingjastjórninni verði lýst sem „lýðræðislegri stjórn með valdi“. 4. apríl 2019 12:56 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Stefna Jairs Bolsonaro, forseta Brasilíu, mun leiða til fleiri morða í Brasilía og svipta suma landsmenn mannréttindum, að mati mannréttindasamtakanna Amnesty International. Samtökin nefna tilslakanir á vopnalögum, strangari fíkniefnalöggjöf og tilraunir til að hafa áhrif á störf félagasamtaka í Brasilíu. Hægriharðlínumaðurinn Bolsonaro tók við embætti forseta í byrjun árs eftir afgerandi kosningasigur í fyrra. Jurema Werneck, forstöðumaður Amnesty í Brasilíu, segir að samtökin hafi varað við ógninni sem mannréttindum stafaði af Bolsonaro þegar hann var kjörinn. „Við erum að byrja að sjá að áhyggjur okkar voru á rökum reistar,“ segir Werneck. Orðræða Bolsonaro gegn mannréttindum sem hann hefur ástundað allan stjórnmálaferill sinn sé nú að verða að beinhörðum aðgerðum sem ógni og brjóti á mannréttindum allra Brasilíumanna. Í opnu bréfi sem Amnesty birti í dag kemur einnig fram að Bolsonaro brjóti á réttindinum frumbyggja og samfélaga afkomenda þræla, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar.Jurema Werneck, forstöðumaður Amnesty International í Brasilíu, þegar hún ræddi við fréttamenn á þriðjudag.Ráðuneyti málefna kvenna, fjölskyldna og mannréttinda í ríkisstjórn Bolsonaro hafnaði ásökunum Amnesty. Engar vísbendingar væru um að þær byggðust á staðreyndum eða raunverulegum atburðum. Ráðuneytið væri tilbúið að ræða við samtökin til að sýna þeim fram á að ásakanirnar ættu ekki við rök að styðjast. Tilskipun Bolsonaro um að rýmka skotvopnalöggjöfina hefur reynst umdeild í Brasilíu. Ríkisstjórar þrettán af 26 ríkjum Brasilíu birtu opið bréf þar sem þeir mótmæltu tilskipuninni á þriðjudag. Þeir telja hana aðeins eftir að auka á ofbeldisölduna í landinu. Með tilskipuninni geta einstaklingar keypt meira magn af skotfærum og ákveðnir hópar mega ganga um vopnaðir án þess að þurfa sérstakt leyfi, þar á meðal alríkislögreglumenn, vöruflutningabílstjórar, kjörnir fulltrúar og blaðamenn.
Brasilía Tengdar fréttir Vill endurskrifa sögu valdaránsins í kennslubókum Ríkisstjórn hægriöfgamannsins Jairs Bolsonaro vill að hætt verði að tala um valdarán og að herforingjastjórninni verði lýst sem „lýðræðislegri stjórn með valdi“. 4. apríl 2019 12:56 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Vill endurskrifa sögu valdaránsins í kennslubókum Ríkisstjórn hægriöfgamannsins Jairs Bolsonaro vill að hætt verði að tala um valdarán og að herforingjastjórninni verði lýst sem „lýðræðislegri stjórn með valdi“. 4. apríl 2019 12:56