Mannréttindasamtök gagnrýna Bolsonaro Brasilíuforseta Kjartan Kjartansson skrifar 23. maí 2019 10:56 Bolsonaro forseti hefur gefið út tilskipun um að rýmka skotvopnalöggjöf Brasilíu. Vísir/EPA Stefna Jairs Bolsonaro, forseta Brasilíu, mun leiða til fleiri morða í Brasilía og svipta suma landsmenn mannréttindum, að mati mannréttindasamtakanna Amnesty International. Samtökin nefna tilslakanir á vopnalögum, strangari fíkniefnalöggjöf og tilraunir til að hafa áhrif á störf félagasamtaka í Brasilíu. Hægriharðlínumaðurinn Bolsonaro tók við embætti forseta í byrjun árs eftir afgerandi kosningasigur í fyrra. Jurema Werneck, forstöðumaður Amnesty í Brasilíu, segir að samtökin hafi varað við ógninni sem mannréttindum stafaði af Bolsonaro þegar hann var kjörinn. „Við erum að byrja að sjá að áhyggjur okkar voru á rökum reistar,“ segir Werneck. Orðræða Bolsonaro gegn mannréttindum sem hann hefur ástundað allan stjórnmálaferill sinn sé nú að verða að beinhörðum aðgerðum sem ógni og brjóti á mannréttindum allra Brasilíumanna. Í opnu bréfi sem Amnesty birti í dag kemur einnig fram að Bolsonaro brjóti á réttindinum frumbyggja og samfélaga afkomenda þræla, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar.Jurema Werneck, forstöðumaður Amnesty International í Brasilíu, þegar hún ræddi við fréttamenn á þriðjudag.Ráðuneyti málefna kvenna, fjölskyldna og mannréttinda í ríkisstjórn Bolsonaro hafnaði ásökunum Amnesty. Engar vísbendingar væru um að þær byggðust á staðreyndum eða raunverulegum atburðum. Ráðuneytið væri tilbúið að ræða við samtökin til að sýna þeim fram á að ásakanirnar ættu ekki við rök að styðjast. Tilskipun Bolsonaro um að rýmka skotvopnalöggjöfina hefur reynst umdeild í Brasilíu. Ríkisstjórar þrettán af 26 ríkjum Brasilíu birtu opið bréf þar sem þeir mótmæltu tilskipuninni á þriðjudag. Þeir telja hana aðeins eftir að auka á ofbeldisölduna í landinu. Með tilskipuninni geta einstaklingar keypt meira magn af skotfærum og ákveðnir hópar mega ganga um vopnaðir án þess að þurfa sérstakt leyfi, þar á meðal alríkislögreglumenn, vöruflutningabílstjórar, kjörnir fulltrúar og blaðamenn. Brasilía Tengdar fréttir Vill endurskrifa sögu valdaránsins í kennslubókum Ríkisstjórn hægriöfgamannsins Jairs Bolsonaro vill að hætt verði að tala um valdarán og að herforingjastjórninni verði lýst sem „lýðræðislegri stjórn með valdi“. 4. apríl 2019 12:56 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Stefna Jairs Bolsonaro, forseta Brasilíu, mun leiða til fleiri morða í Brasilía og svipta suma landsmenn mannréttindum, að mati mannréttindasamtakanna Amnesty International. Samtökin nefna tilslakanir á vopnalögum, strangari fíkniefnalöggjöf og tilraunir til að hafa áhrif á störf félagasamtaka í Brasilíu. Hægriharðlínumaðurinn Bolsonaro tók við embætti forseta í byrjun árs eftir afgerandi kosningasigur í fyrra. Jurema Werneck, forstöðumaður Amnesty í Brasilíu, segir að samtökin hafi varað við ógninni sem mannréttindum stafaði af Bolsonaro þegar hann var kjörinn. „Við erum að byrja að sjá að áhyggjur okkar voru á rökum reistar,“ segir Werneck. Orðræða Bolsonaro gegn mannréttindum sem hann hefur ástundað allan stjórnmálaferill sinn sé nú að verða að beinhörðum aðgerðum sem ógni og brjóti á mannréttindum allra Brasilíumanna. Í opnu bréfi sem Amnesty birti í dag kemur einnig fram að Bolsonaro brjóti á réttindinum frumbyggja og samfélaga afkomenda þræla, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar.Jurema Werneck, forstöðumaður Amnesty International í Brasilíu, þegar hún ræddi við fréttamenn á þriðjudag.Ráðuneyti málefna kvenna, fjölskyldna og mannréttinda í ríkisstjórn Bolsonaro hafnaði ásökunum Amnesty. Engar vísbendingar væru um að þær byggðust á staðreyndum eða raunverulegum atburðum. Ráðuneytið væri tilbúið að ræða við samtökin til að sýna þeim fram á að ásakanirnar ættu ekki við rök að styðjast. Tilskipun Bolsonaro um að rýmka skotvopnalöggjöfina hefur reynst umdeild í Brasilíu. Ríkisstjórar þrettán af 26 ríkjum Brasilíu birtu opið bréf þar sem þeir mótmæltu tilskipuninni á þriðjudag. Þeir telja hana aðeins eftir að auka á ofbeldisölduna í landinu. Með tilskipuninni geta einstaklingar keypt meira magn af skotfærum og ákveðnir hópar mega ganga um vopnaðir án þess að þurfa sérstakt leyfi, þar á meðal alríkislögreglumenn, vöruflutningabílstjórar, kjörnir fulltrúar og blaðamenn.
Brasilía Tengdar fréttir Vill endurskrifa sögu valdaránsins í kennslubókum Ríkisstjórn hægriöfgamannsins Jairs Bolsonaro vill að hætt verði að tala um valdarán og að herforingjastjórninni verði lýst sem „lýðræðislegri stjórn með valdi“. 4. apríl 2019 12:56 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Vill endurskrifa sögu valdaránsins í kennslubókum Ríkisstjórn hægriöfgamannsins Jairs Bolsonaro vill að hætt verði að tala um valdarán og að herforingjastjórninni verði lýst sem „lýðræðislegri stjórn með valdi“. 4. apríl 2019 12:56