Innlent

Slökkvilið kallað út vegna elds í Hlíðunum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Allar stöðvar voru fyrst kallaðar út en svo reyndist um minniháttar atvik að ræða.
Allar stöðvar voru fyrst kallaðar út en svo reyndist um minniháttar atvik að ræða. Vísir/vilhelm

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út seint á fimmta tímanum í dag vegna elds sem kom upp í þakpappa við íbúðarhús í Hlíðunum í Reykjavík.

Lið af öllum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu var kallað út en eldurinn reyndist að endingu minniháttar og hann slökktur með slökkvitæki áður en slökkviliðsmenn mættu á vettvang. Málið var því fljótafgreitt, að sögn varðstjóra. Þá standa viðgerðir yfir í húsinu þar sem eldurinn kviknaði, sem skýri þakpappann.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.