Enski boltinn

Liverpool slapp oftast með skrekkinn

Benedikt Bóas Hinriksson skrifar
Virgil van Dijk búinn að fá gult spjald.
Virgil van Dijk búinn að fá gult spjald. Getty/Jan Kruger

Samkvæmt tölfræðiupplýsingum frá Paddy Power Games gáfu dómarar í ensku deildinni Liverpool fæstu gulu spjöldin miðað við brot rauða hersins.

Liverpool fékk aðeins 39 gul spjöld á leiktíðinni úr 315 brotum sem er aðeins 13 prósent hlutfall. Burnley braut 360 sinnum af sér en fékk 76 spjöld og hlýtur gullið í þessum vafasama flokki sem grófasta lið deildarinnar.

Tölfræðin sýnir þannig að leikmaður Burnley er 70 prósent líklegri til að fá spjald fyrir brot en leikmaður Liverpool. Nabi Keyta fékk ekki eina áminningu þrátt fyrir sín 25 brot og heldur ekki Aaron Ramsey leikmaður Arsenal sem braut 21 sinni af sér.

Sá grófasti var varnarmaðurinn Fabian Schar hjá Newcastle sem braut 28 sinnum af sér á tímabilinu og fékk 12 áminningar. Aðrir á toppnum yfir grófa menn þurfa ekki mikið að koma á óvart. Harry Arter fékk 10 gul úr 25 brotum og Phil Bardsley fékk níu gul úr 22 brotum – geri aðrir betur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.