„Holdgervingur illskunnar“ hlaut lífstíðardóm Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2019 23:30 Patterson rændi hinni þrettán ára gömlu Jayme Closs í október á síðasta ári. Mynd/Facebook Karlmaður í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða foreldra hinnar þrettán ára Jayme Closs í fyrra og halda henni svo fanginni í tæpa þrjá mánuði. Jake Patterson, 21 árs, játaði í mars að hafa skotið foreldra Jayme, þau Denise og James Closs, til bana á heimili þeirra í október síðastliðnum, rænt stúlkunni og haldið henni í gíslingu í afskekktum kofa í grennd við bæinn Gordon í Wisconsinríki.Sjá einnig: Jayme Closs fær sjálf fundarlaunin Jayme slapp úr prísundinni í janúar eftir 88 daga í haldi Pattersons. Hún var m.a. neydd til að fela sig undir rúmi ræningja síns í allt að tólf klukkutíma í senn án þess að fá vott né þurrt, að því er fjölmiðlar vestanhafs hafa haft upp úr skjölum málsins.„Hann getur ekki svipt mig frelsinu“ Dómsuppkvaðningin í dag var tilfinningaþrungin, samkvæmt fréttaflutningi af málinu. Fjölskyldumeðlimir Jayme mættu margir í dómsal og lýstu hryllilegum áhrifum voðaverkanna á stúlkuna. Þá var dómarinn í málinu, James Babler, harðorður í garð Pattersons. „Þú ert holdgervingur illskunnar,“ sagði Babler, og beindi þá orðum sínum að sakborningnum. „Ég er ekki í vafa um það að þú sért ein hættulegasta manneskjan sem uppi hefur verið.“Sjálf var Jayme ekki viðstödd dómsuppkvaðninguna en lögmaður hennar las upp yfirlýsingu fyrir hennar hönd. „Í október síðastliðnum svipti Jake Patterson mig ýmsu sem ég elska. Það hryggir mig mest að hann hafi tekið mömmu mína og pabba frá mér,“ sagði í yfirlýsingu Jayme. „En hann getur ekki svipt mig frelsinu. Hann hélt að hann gæti slegið eign sinni á mig en hann hafði rangt fyrir sér. Ég var sterkari. Ég mun alltaf búa yfir frelsi mínu en hann ekki.“Valdi Jayme af handahófi Patterson, sem sagðist sjá eftir því sem hann gerði fyrir dómi í dag, hlaut tvo lífstíðardóma fyrir morðin á foreldrum Jayme, og 40 ára dóm til viðbótar fyrir mannránið. Yfirvöld komust ekki á sporið um aðild hans að málinu fyrr en Jayme fannst í janúar og vísaði lögreglu á hann. Áður hefur komið fram að Patterson virðist hafa valið Jayme af handahófi en hann sá hana fyrst þegar hún steig upp í rútu á leið í skólann. Hann hafi þó þegar í stað ákveðið að ræna henni og undirbjó sig vel fyrir mannránið. Hann rakaði til að mynda af sér allt hár, til að vera fullviss um að hann myndi ekki skilja eftir sig ummerki á vettvangi glæpsins. Bandaríkin Tengdar fréttir Sá þrettán ára stúlku stíga upp í rútu og ákvað að ræna henni Hinn 21 árs gamli Jake Thomas Patterson, sem hefur verið ákærður fyrir að myrða foreldra þrettán ára gamallar stúlku og ræna henni, sá hana stíga upp í skólarútu og ákvað að ræna henni. 14. janúar 2019 23:06 Fannst á lífi 87 dögum eftir morðið á foreldrunum Haft er eftir kennara við skóla á svæðinu að nágranni hafi gengið fram á Closs á fimmtudag. 11. janúar 2019 07:41 Jayme Closs fær sjálf fundarlaunin Bandaríska stúlkan Jayme Closs fannst á vegi í Wisconsin þann 10. janúar síðastliðinn eftir að hafa verið haldið fanginni af 21 árs karlmanni í 88 daga. 24. janúar 2019 21:47 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Karlmaður í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða foreldra hinnar þrettán ára Jayme Closs í fyrra og halda henni svo fanginni í tæpa þrjá mánuði. Jake Patterson, 21 árs, játaði í mars að hafa skotið foreldra Jayme, þau Denise og James Closs, til bana á heimili þeirra í október síðastliðnum, rænt stúlkunni og haldið henni í gíslingu í afskekktum kofa í grennd við bæinn Gordon í Wisconsinríki.Sjá einnig: Jayme Closs fær sjálf fundarlaunin Jayme slapp úr prísundinni í janúar eftir 88 daga í haldi Pattersons. Hún var m.a. neydd til að fela sig undir rúmi ræningja síns í allt að tólf klukkutíma í senn án þess að fá vott né þurrt, að því er fjölmiðlar vestanhafs hafa haft upp úr skjölum málsins.„Hann getur ekki svipt mig frelsinu“ Dómsuppkvaðningin í dag var tilfinningaþrungin, samkvæmt fréttaflutningi af málinu. Fjölskyldumeðlimir Jayme mættu margir í dómsal og lýstu hryllilegum áhrifum voðaverkanna á stúlkuna. Þá var dómarinn í málinu, James Babler, harðorður í garð Pattersons. „Þú ert holdgervingur illskunnar,“ sagði Babler, og beindi þá orðum sínum að sakborningnum. „Ég er ekki í vafa um það að þú sért ein hættulegasta manneskjan sem uppi hefur verið.“Sjálf var Jayme ekki viðstödd dómsuppkvaðninguna en lögmaður hennar las upp yfirlýsingu fyrir hennar hönd. „Í október síðastliðnum svipti Jake Patterson mig ýmsu sem ég elska. Það hryggir mig mest að hann hafi tekið mömmu mína og pabba frá mér,“ sagði í yfirlýsingu Jayme. „En hann getur ekki svipt mig frelsinu. Hann hélt að hann gæti slegið eign sinni á mig en hann hafði rangt fyrir sér. Ég var sterkari. Ég mun alltaf búa yfir frelsi mínu en hann ekki.“Valdi Jayme af handahófi Patterson, sem sagðist sjá eftir því sem hann gerði fyrir dómi í dag, hlaut tvo lífstíðardóma fyrir morðin á foreldrum Jayme, og 40 ára dóm til viðbótar fyrir mannránið. Yfirvöld komust ekki á sporið um aðild hans að málinu fyrr en Jayme fannst í janúar og vísaði lögreglu á hann. Áður hefur komið fram að Patterson virðist hafa valið Jayme af handahófi en hann sá hana fyrst þegar hún steig upp í rútu á leið í skólann. Hann hafi þó þegar í stað ákveðið að ræna henni og undirbjó sig vel fyrir mannránið. Hann rakaði til að mynda af sér allt hár, til að vera fullviss um að hann myndi ekki skilja eftir sig ummerki á vettvangi glæpsins.
Bandaríkin Tengdar fréttir Sá þrettán ára stúlku stíga upp í rútu og ákvað að ræna henni Hinn 21 árs gamli Jake Thomas Patterson, sem hefur verið ákærður fyrir að myrða foreldra þrettán ára gamallar stúlku og ræna henni, sá hana stíga upp í skólarútu og ákvað að ræna henni. 14. janúar 2019 23:06 Fannst á lífi 87 dögum eftir morðið á foreldrunum Haft er eftir kennara við skóla á svæðinu að nágranni hafi gengið fram á Closs á fimmtudag. 11. janúar 2019 07:41 Jayme Closs fær sjálf fundarlaunin Bandaríska stúlkan Jayme Closs fannst á vegi í Wisconsin þann 10. janúar síðastliðinn eftir að hafa verið haldið fanginni af 21 árs karlmanni í 88 daga. 24. janúar 2019 21:47 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Sá þrettán ára stúlku stíga upp í rútu og ákvað að ræna henni Hinn 21 árs gamli Jake Thomas Patterson, sem hefur verið ákærður fyrir að myrða foreldra þrettán ára gamallar stúlku og ræna henni, sá hana stíga upp í skólarútu og ákvað að ræna henni. 14. janúar 2019 23:06
Fannst á lífi 87 dögum eftir morðið á foreldrunum Haft er eftir kennara við skóla á svæðinu að nágranni hafi gengið fram á Closs á fimmtudag. 11. janúar 2019 07:41
Jayme Closs fær sjálf fundarlaunin Bandaríska stúlkan Jayme Closs fannst á vegi í Wisconsin þann 10. janúar síðastliðinn eftir að hafa verið haldið fanginni af 21 árs karlmanni í 88 daga. 24. janúar 2019 21:47