Enski boltinn

Skotmark City segist ánægður hjá Benfica

Anton Ingi Leifsson skrifar
Felix glaður.
Felix glaður. vísir/getty

Joao Felix, leikmaður Benfica og helsta skotmark Manchester City, er ánægður hjá Benfica og hugsar ekki mikið um allar þær sögusagnir sem eru í gangi.

Þessi nítján ára gamli Joao var frábær á miðjunni hjá Benfica á nýloknu tímabili en hann skoraði 20 mörk í þeim 43 leikjum á tímabilinu.

City hefur fylgst vel með Joao og líta á hann sem arftaka David Silva en Silva er á leið á sitt síðasta tímabil með Manchester City á næstu leiktíð.

„Ég er góður hér. Ég er mjög ánægður, ég elska félagið. Ég dái þessa stuðningsmenn sem dá mig,“ sagði þessi efnilegi leikmaður í samtali við heimasíðu félagsins.

„Ég vil njóta augnabliksins. Spila fótbolta og hafa gaman og þá gerast hlutirnir náttúrulega. Ég er ánægður hjá Benfica.“

Það kostar 105 milljónir punda að losa Joao undan samningi hjá Benfica en hann á gott samband við forseta félagsins, Luis Filipe Vieria.

„Hann sér um mig eins og son sinn. Hann er frábær persóna og mér líkar mjög vel við hann,“ sagði Joao.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.