Enski boltinn

Charlton aftur upp í Championship-deildina eftir ótrúlegar senur á Wembley

Anton Ingi Leifsson skrifar
Charlton fagnar í dag.
Charlton fagnar í dag. vísir/getty

Charlton er komið aftur upp í ensku Champonship-deildina eftir ótrúlegan leik á Wembley er liðið vann 2-1 sigur á Sunderland.

Eftir fimm mínútna leik komst Charlton yfir með ótrúlegu sjálfsmarki er Mahamadou-Naby Sarr sendi boltann í eigið net.

Charlton náði að jafna metin fyrir hlé en Ben Purrington jafnaði metin fyrir Charlton tíu mínútum fyrir leikhlé. Staðan 1-1 í hálfleik.

Það stefndi allt í það að það yrði framlengt á Wembley en sigurmarkið kom þegar 94 mínútur voru komnar á klukkuna. Patrick Bauer skoraði þá sigurmarkið og Charlton komið í ensku B-deildina.

Þetta var því einungis eitt ár hjá Charlton í ensku C-deildinni en þeir féllu úr ensku B-deildinni á síðustu leiktíð líkt og Sunderland.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.