Enski boltinn

Charlton aftur upp í Championship-deildina eftir ótrúlegar senur á Wembley

Anton Ingi Leifsson skrifar
Charlton fagnar í dag.
Charlton fagnar í dag. vísir/getty
Charlton er komið aftur upp í ensku Champonship-deildina eftir ótrúlegan leik á Wembley er liðið vann 2-1 sigur á Sunderland.

Eftir fimm mínútna leik komst Charlton yfir með ótrúlegu sjálfsmarki er Mahamadou-Naby Sarr sendi boltann í eigið net.

Charlton náði að jafna metin fyrir hlé en Ben Purrington jafnaði metin fyrir Charlton tíu mínútum fyrir leikhlé. Staðan 1-1 í hálfleik.

Það stefndi allt í það að það yrði framlengt á Wembley en sigurmarkið kom þegar 94 mínútur voru komnar á klukkuna. Patrick Bauer skoraði þá sigurmarkið og Charlton komið í ensku B-deildina.







Þetta var því einungis eitt ár hjá Charlton í ensku C-deildinni en þeir féllu úr ensku B-deildinni á síðustu leiktíð líkt og Sunderland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×