Íslenski boltinn

Sandra Mayor sá um Keflavíkurkonur

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sandra Stephany Mayor
Sandra Stephany Mayor vísir/ernir

Einn leikur fór fram í Pepsi-Max deild kvenna í dag þar sem Þór/KA heimsótti nýliða Keflavíkur á Nettóvöllinn í Keflavík.

Strax á 12.mínútu var dæmd vítaspyrna á heimakonur. Mexíkóska markamaskínan Sandra Stephany Mayor fór á vítapunktinn og skoraði. Liðin fóru þó með jafna stöðu í leikhlé þar sem Natasha Anasi jafnaði metin fyrir Keflavík á 37.mínútu.

Sandra Mayor var hins vegar ekki hætt því hún kom gestunum aftur í forystu á 56.mínútu eftir stoðsendingu frá Þórdísi Hrönn Sigfúsdóttur. Reyndist það sigurmark leiksins.

Þór/KA er með 9 stig eftir fimm leiki sem skilar þeim í 4.sæti deildarinnar. Keflavík er án stiga á botninum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.