Stjórnarformaður Man City: Sumir keppinautar okkar eru bara öfundsjúkir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2019 08:00 Leikmenn Manchester City fagna hér Englandsmeistaratitli sínum á dögunum. Getty/Michael Regan Khaldoon Al Mubarak, stjórnarformaður Englandsmeistara Manchester City, er allt annað en sáttur með umræðuna sem er í gangi um hvað það hefur kostað Manchester City að setja saman sitt frábæra fótboltalið. Manchester City hefur slegið mörg met á síðustu tveimur tímabilum og er illviðráðanlegt undir stjórn Pep Guardiola. Í fyrra var City fyrsta liðið til að fá hundrað stig í ensku úrvalsdeildinni og í ár var liðið það fyrsta sem vinnur heima-þrennuna það er vinnur alla þrjá bikarana í boði á Englandi. Manchester City á ekki leikmann meðal þeirra tíu dýrustu hjá ensku liðunum en þar á Manchester United tvo (Paul Pogba og Romelu Lukaku) og Liverpool einn (Virgil van Dijk). Dýrasti leikmaðurinn í sögu Manchester City er Riyad Mahrez sem félagið keypti frá Leicester City fyrir 60 milljónir punda en þá borgaði City 57 milljónir punda fyrir Aymeric Laporte, 55 milljónir punda fyrir Kevin de Bruyne og 52 milljónir punda fyrir Benjamin Mendy."With success, there is a certain level of jealousy, envy, whatever you call it. That's part of the game." Manchester City chairman Khaldoon Al Mubarak says some of their rivals are jealous. More here: https://t.co/cmtyDBNakqpic.twitter.com/GZjvzJFNLG — BBC Sport (@BBCSport) May 27, 2019Khaldoon Al Mubarak segir Manchester City ekki sætta sig við það að vera notað sem yfirvarp fyrir slæmar fjárfestanir annarra. „Þegar þú nærð árangri þá er alltaf til staðar ákveðin afbrýðisemi og öfund eða hvað þú vilt kalla það. Það er hluti af leiknum,“ sagði Khaldoon Al Mubarak. Gagnrýnin á Manchester City fór upp á næsta stig þegar UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, ákvað að senda mál félagsins inn á borð hjá sambandinu vegna gruns um brot á rekstrarreglum UEFA. Félagið heldur staðfastlega fram sakleysi sínu. Ádeilan á Manchester City hefur ekki síst komið frá Spáni en spænsku liðin hafa misst takið á Evrópukeppnunum þar sem þau hafa raðað inn titlum á síðustu árum. „Þetta er ekki aðeins árás á Manchester City heldur á alla okkar deild. Ég vona að fólk fari að sjá það. Ég veit að fólk vill ekki koma til varnar Manchester City en í guðs bænum farið að verja deildina okkar,“ sagði Mubarak. „Það eru fjögur ensk félög í úrslitaleikjum Evrópukeppnanna. Við erum með bestu deildina í heimi, deildina sem gengur best á markaði og eigum vinsælustu félögin á heimsvísu. Þetta pirrar fullt af fólki á mörgum stöðum,“ sagði Mubarak.Manchester City Chairman Khaldoon Al Mubarak said he understands rival teams and leagues may be jealous of their achievements but that the facts of the club's success speak for themselves https://t.co/trVW6k1eVopic.twitter.com/MrUbOs95KC — The National (@TheNationalUAE) May 27, 2019Manchester City hefur samt áhyggjur vegna grein New York Times sem hélt því fram að Manchester City yrði hent út úr Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Félagið óttaðist það að heimildarmenn blaðsins væru aðeins með það markmið að skaða orðspor og viðskiptahagsmuni félagsins. Mubarak hefur ekki áhyggjur af neinu fái Manchester City sanngjarna meðferð . „Við verðum án efa sýknaðir ef dæmt verður eftir staðreyndum málsins,“ sagði Mubarak. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Sjá meira
Khaldoon Al Mubarak, stjórnarformaður Englandsmeistara Manchester City, er allt annað en sáttur með umræðuna sem er í gangi um hvað það hefur kostað Manchester City að setja saman sitt frábæra fótboltalið. Manchester City hefur slegið mörg met á síðustu tveimur tímabilum og er illviðráðanlegt undir stjórn Pep Guardiola. Í fyrra var City fyrsta liðið til að fá hundrað stig í ensku úrvalsdeildinni og í ár var liðið það fyrsta sem vinnur heima-þrennuna það er vinnur alla þrjá bikarana í boði á Englandi. Manchester City á ekki leikmann meðal þeirra tíu dýrustu hjá ensku liðunum en þar á Manchester United tvo (Paul Pogba og Romelu Lukaku) og Liverpool einn (Virgil van Dijk). Dýrasti leikmaðurinn í sögu Manchester City er Riyad Mahrez sem félagið keypti frá Leicester City fyrir 60 milljónir punda en þá borgaði City 57 milljónir punda fyrir Aymeric Laporte, 55 milljónir punda fyrir Kevin de Bruyne og 52 milljónir punda fyrir Benjamin Mendy."With success, there is a certain level of jealousy, envy, whatever you call it. That's part of the game." Manchester City chairman Khaldoon Al Mubarak says some of their rivals are jealous. More here: https://t.co/cmtyDBNakqpic.twitter.com/GZjvzJFNLG — BBC Sport (@BBCSport) May 27, 2019Khaldoon Al Mubarak segir Manchester City ekki sætta sig við það að vera notað sem yfirvarp fyrir slæmar fjárfestanir annarra. „Þegar þú nærð árangri þá er alltaf til staðar ákveðin afbrýðisemi og öfund eða hvað þú vilt kalla það. Það er hluti af leiknum,“ sagði Khaldoon Al Mubarak. Gagnrýnin á Manchester City fór upp á næsta stig þegar UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, ákvað að senda mál félagsins inn á borð hjá sambandinu vegna gruns um brot á rekstrarreglum UEFA. Félagið heldur staðfastlega fram sakleysi sínu. Ádeilan á Manchester City hefur ekki síst komið frá Spáni en spænsku liðin hafa misst takið á Evrópukeppnunum þar sem þau hafa raðað inn titlum á síðustu árum. „Þetta er ekki aðeins árás á Manchester City heldur á alla okkar deild. Ég vona að fólk fari að sjá það. Ég veit að fólk vill ekki koma til varnar Manchester City en í guðs bænum farið að verja deildina okkar,“ sagði Mubarak. „Það eru fjögur ensk félög í úrslitaleikjum Evrópukeppnanna. Við erum með bestu deildina í heimi, deildina sem gengur best á markaði og eigum vinsælustu félögin á heimsvísu. Þetta pirrar fullt af fólki á mörgum stöðum,“ sagði Mubarak.Manchester City Chairman Khaldoon Al Mubarak said he understands rival teams and leagues may be jealous of their achievements but that the facts of the club's success speak for themselves https://t.co/trVW6k1eVopic.twitter.com/MrUbOs95KC — The National (@TheNationalUAE) May 27, 2019Manchester City hefur samt áhyggjur vegna grein New York Times sem hélt því fram að Manchester City yrði hent út úr Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Félagið óttaðist það að heimildarmenn blaðsins væru aðeins með það markmið að skaða orðspor og viðskiptahagsmuni félagsins. Mubarak hefur ekki áhyggjur af neinu fái Manchester City sanngjarna meðferð . „Við verðum án efa sýknaðir ef dæmt verður eftir staðreyndum málsins,“ sagði Mubarak.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Sjá meira