Stjórnarformaður Man City: Sumir keppinautar okkar eru bara öfundsjúkir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2019 08:00 Leikmenn Manchester City fagna hér Englandsmeistaratitli sínum á dögunum. Getty/Michael Regan Khaldoon Al Mubarak, stjórnarformaður Englandsmeistara Manchester City, er allt annað en sáttur með umræðuna sem er í gangi um hvað það hefur kostað Manchester City að setja saman sitt frábæra fótboltalið. Manchester City hefur slegið mörg met á síðustu tveimur tímabilum og er illviðráðanlegt undir stjórn Pep Guardiola. Í fyrra var City fyrsta liðið til að fá hundrað stig í ensku úrvalsdeildinni og í ár var liðið það fyrsta sem vinnur heima-þrennuna það er vinnur alla þrjá bikarana í boði á Englandi. Manchester City á ekki leikmann meðal þeirra tíu dýrustu hjá ensku liðunum en þar á Manchester United tvo (Paul Pogba og Romelu Lukaku) og Liverpool einn (Virgil van Dijk). Dýrasti leikmaðurinn í sögu Manchester City er Riyad Mahrez sem félagið keypti frá Leicester City fyrir 60 milljónir punda en þá borgaði City 57 milljónir punda fyrir Aymeric Laporte, 55 milljónir punda fyrir Kevin de Bruyne og 52 milljónir punda fyrir Benjamin Mendy."With success, there is a certain level of jealousy, envy, whatever you call it. That's part of the game." Manchester City chairman Khaldoon Al Mubarak says some of their rivals are jealous. More here: https://t.co/cmtyDBNakqpic.twitter.com/GZjvzJFNLG — BBC Sport (@BBCSport) May 27, 2019Khaldoon Al Mubarak segir Manchester City ekki sætta sig við það að vera notað sem yfirvarp fyrir slæmar fjárfestanir annarra. „Þegar þú nærð árangri þá er alltaf til staðar ákveðin afbrýðisemi og öfund eða hvað þú vilt kalla það. Það er hluti af leiknum,“ sagði Khaldoon Al Mubarak. Gagnrýnin á Manchester City fór upp á næsta stig þegar UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, ákvað að senda mál félagsins inn á borð hjá sambandinu vegna gruns um brot á rekstrarreglum UEFA. Félagið heldur staðfastlega fram sakleysi sínu. Ádeilan á Manchester City hefur ekki síst komið frá Spáni en spænsku liðin hafa misst takið á Evrópukeppnunum þar sem þau hafa raðað inn titlum á síðustu árum. „Þetta er ekki aðeins árás á Manchester City heldur á alla okkar deild. Ég vona að fólk fari að sjá það. Ég veit að fólk vill ekki koma til varnar Manchester City en í guðs bænum farið að verja deildina okkar,“ sagði Mubarak. „Það eru fjögur ensk félög í úrslitaleikjum Evrópukeppnanna. Við erum með bestu deildina í heimi, deildina sem gengur best á markaði og eigum vinsælustu félögin á heimsvísu. Þetta pirrar fullt af fólki á mörgum stöðum,“ sagði Mubarak.Manchester City Chairman Khaldoon Al Mubarak said he understands rival teams and leagues may be jealous of their achievements but that the facts of the club's success speak for themselves https://t.co/trVW6k1eVopic.twitter.com/MrUbOs95KC — The National (@TheNationalUAE) May 27, 2019Manchester City hefur samt áhyggjur vegna grein New York Times sem hélt því fram að Manchester City yrði hent út úr Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Félagið óttaðist það að heimildarmenn blaðsins væru aðeins með það markmið að skaða orðspor og viðskiptahagsmuni félagsins. Mubarak hefur ekki áhyggjur af neinu fái Manchester City sanngjarna meðferð . „Við verðum án efa sýknaðir ef dæmt verður eftir staðreyndum málsins,“ sagði Mubarak. Enski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Fleiri fréttir Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Sjá meira
Khaldoon Al Mubarak, stjórnarformaður Englandsmeistara Manchester City, er allt annað en sáttur með umræðuna sem er í gangi um hvað það hefur kostað Manchester City að setja saman sitt frábæra fótboltalið. Manchester City hefur slegið mörg met á síðustu tveimur tímabilum og er illviðráðanlegt undir stjórn Pep Guardiola. Í fyrra var City fyrsta liðið til að fá hundrað stig í ensku úrvalsdeildinni og í ár var liðið það fyrsta sem vinnur heima-þrennuna það er vinnur alla þrjá bikarana í boði á Englandi. Manchester City á ekki leikmann meðal þeirra tíu dýrustu hjá ensku liðunum en þar á Manchester United tvo (Paul Pogba og Romelu Lukaku) og Liverpool einn (Virgil van Dijk). Dýrasti leikmaðurinn í sögu Manchester City er Riyad Mahrez sem félagið keypti frá Leicester City fyrir 60 milljónir punda en þá borgaði City 57 milljónir punda fyrir Aymeric Laporte, 55 milljónir punda fyrir Kevin de Bruyne og 52 milljónir punda fyrir Benjamin Mendy."With success, there is a certain level of jealousy, envy, whatever you call it. That's part of the game." Manchester City chairman Khaldoon Al Mubarak says some of their rivals are jealous. More here: https://t.co/cmtyDBNakqpic.twitter.com/GZjvzJFNLG — BBC Sport (@BBCSport) May 27, 2019Khaldoon Al Mubarak segir Manchester City ekki sætta sig við það að vera notað sem yfirvarp fyrir slæmar fjárfestanir annarra. „Þegar þú nærð árangri þá er alltaf til staðar ákveðin afbrýðisemi og öfund eða hvað þú vilt kalla það. Það er hluti af leiknum,“ sagði Khaldoon Al Mubarak. Gagnrýnin á Manchester City fór upp á næsta stig þegar UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, ákvað að senda mál félagsins inn á borð hjá sambandinu vegna gruns um brot á rekstrarreglum UEFA. Félagið heldur staðfastlega fram sakleysi sínu. Ádeilan á Manchester City hefur ekki síst komið frá Spáni en spænsku liðin hafa misst takið á Evrópukeppnunum þar sem þau hafa raðað inn titlum á síðustu árum. „Þetta er ekki aðeins árás á Manchester City heldur á alla okkar deild. Ég vona að fólk fari að sjá það. Ég veit að fólk vill ekki koma til varnar Manchester City en í guðs bænum farið að verja deildina okkar,“ sagði Mubarak. „Það eru fjögur ensk félög í úrslitaleikjum Evrópukeppnanna. Við erum með bestu deildina í heimi, deildina sem gengur best á markaði og eigum vinsælustu félögin á heimsvísu. Þetta pirrar fullt af fólki á mörgum stöðum,“ sagði Mubarak.Manchester City Chairman Khaldoon Al Mubarak said he understands rival teams and leagues may be jealous of their achievements but that the facts of the club's success speak for themselves https://t.co/trVW6k1eVopic.twitter.com/MrUbOs95KC — The National (@TheNationalUAE) May 27, 2019Manchester City hefur samt áhyggjur vegna grein New York Times sem hélt því fram að Manchester City yrði hent út úr Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Félagið óttaðist það að heimildarmenn blaðsins væru aðeins með það markmið að skaða orðspor og viðskiptahagsmuni félagsins. Mubarak hefur ekki áhyggjur af neinu fái Manchester City sanngjarna meðferð . „Við verðum án efa sýknaðir ef dæmt verður eftir staðreyndum málsins,“ sagði Mubarak.
Enski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Fleiri fréttir Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Sjá meira