Enski boltinn

Kálhausakast í haust varð vendipunktur

Hjörvar Ólafsson skrifar
Stuðningsmenn Aston Villa.
Stuðningsmenn Aston Villa. Getty/ Sebastian Frej
Sigur Aston Villa gegn Derby County í umspili um síðasta lausa sætið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla næsta vetur var lokapunkturinn á sveiflukenndri leiktíð Villa.

Mikið var rætt og ritað um bága fjárhagsstöðu félagsins síðastliðið sumar eftir að liðinu mistókst að vinna þennan úrslitaleik síðasta vor og útlit var fyrir að liðið þyrfti að selja sínar stærstu stjörnur.

Nýir eigendur náðu hins vegar að sannfæra stórstjörnu liðsins, Jack Grealish, um að gefa þessu annað tækifæri. Steve Bruce hóf leiktíðina við stjórnvölinn en eftir mótmæli stuðningsmanna þar sem kálhaus var kastað í höfuð hans var hann rekinn og Dean Smith og John Terry tóku við.

Fátt benti til að liðið myndi takast ætlunarverk sitt en 10 leikja sigurhrina sem er félagsmet tryggði sæti í umspilinu og liðið vann sér sæti í efstu deild á ný eftir þriggja ára fjarveru með sigrinum. 

Anwar El-Ghazi og Ahmed Elmohamady fagna sigri Aston Villa í gær.Getty/Sebastian Frej



Fleiri fréttir

Sjá meira


×