Enski boltinn

Auglýstu sigurpartýið á stóra skjánum á vellinum fyrir úrslitaleikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lee Cattermole fylgist svekktur með úr fjarlægð á meðan Patrick Bauer og Jason Pearce, leikmenn Charlton, fagna sæti í b-deildinni.
Lee Cattermole fylgist svekktur með úr fjarlægð á meðan Patrick Bauer og Jason Pearce, leikmenn Charlton, fagna sæti í b-deildinni. Getty/Charlie Crowhurst
Síðustu tvö ár hafa verið afar súr fyrir stuðningsmönnum enska félagsins Sunderland sem spilaði meðal þeirra bestu frá 2007 til 2017 en dúsar nú í þriðju hæstu deild Englands.

Sunderland er nefnilega áfram C-deildarlið á Englandi eftir tap á móti Charlton um helgina í hreinum úrslitaleik um sæti í ensku b-deildinni.

Sunderland var í ensku úrvalsdeildinni fyrir aðeins tveimur árum (2016-17) en hafði fallið niður um deild tvö ár í röð.

Það bjuggust flestir við því að Sunderland kæmist strax aftur upp í ensku b-deildina en liðið skreið inn í úrslitakeppnina eftir aðeins einn sigur í síðustu sjö leikjum tímabilsins. Sunderland komst síðan í úrslitaleikinn um síðasta lausa sætið eftir að hafa slegið út Portsmouth.

Sunderland komst í 1-0 eftir aðeins fimm mínútur í úrslitaleiknum á móti Charlton Athletic og allt leit vel út.

Forráðamenn Sunderland höfðu hins vegar storkað örlögunum fyrir úrslitaleikinn þegar þeir auglýstu óvart sigurpartýið á stóra skjánum á vellinum.



Á skiltinu kom fram að Sunderland ætlaði að fagna sætinu í b-deildinni með stuðningsmönnum sínum daginn eftir úrslitaleikinn. Allt fór það þó á annan veg.

Charlton jafnaði metin og tryggði sér síðan sigur og sæti í ensku b-deildinni með sigurmarki í uppbótatíma leiksins. Sunderland menn sátu eftir með sárt ennið.

Chronicle sagði frá þessum mistökum með sigurpartýið en það var allt planað á mánudeginum og áttu leikmenn og Jack Ross knattspyrnustjóri að mæta til að fagna sætinu með stuðningsmönnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×