Erlent

Lou­isiana herðir lög­gjöf um þungunar­rof

Atli Ísleifsson skrifar
Ríkisstjóri Louisiana hefur sagst munu staðfesta lögin.
Ríkisstjóri Louisiana hefur sagst munu staðfesta lögin. Getty
Ríkisþing Louisiana samþykkti í dag strangari löggjöf um þungunarrof. Mikill meirihluti þingmanna samþykkti frumvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir að hjartsláttur uppgötvast í fóstri, oft í kringum sex vikna meðgöngu.

Fyrr í mánuðinum bannaði ríkisþing Alabama þungunarrof í nær öllum tilvikum og skömmu síðar bannaði ríkisþing Missouri þungunarrof eftir átta vikna meðgöngu.

Ríkisstjóri Louisiana, Demókratinn John Bel Edwards, hefur sagst munu staðfesta lögin.


Tengdar fréttir

Ströng þungunarrofslöggjöf fer fyrir ríkisstjóra Missouri

Ríkisþing Missouri í Bandaríkjunum fylgdi í gær í fótspor kollega sinna á ríkisþingi Alabama og samþykkti nýja þungunarrofslöggjöf. Lögin sem samþykkt voru í Missouri líkjast þeim sem samþykkt voru í Alabama en þó er að finna nokkurn mun milli ríkja.

Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd

Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×