Öldungadeildarþingmaður ræðir við Kínverja sem Pompeo sendir tóninn Heimir Már Pétursson skrifar 11. maí 2019 19:00 Nokkrum dögum eftir að utanríkisráðherra Bandaríkjanna gagnrýndi Kínverja fyrir afskipti þeirra af norðurslóðum, mætti öldungadeildarþingmaðurinn og flokkssystir hans Lisa Murkowski á Hringborð norðurslóða í Shanghai. Hún segir ekki þýða að loka augunum fyrir augljósum áhrifum loftslagsbreytinganna. Murkovski sem einnig er formaður orkumálanefndar öldungadeildarinnar segir að það hafi örugglega verið erfitt fyrir Kínverja að heyra margt af því sem utanríkisráðherrann sagði, þótt hún taki undir hluta þess. „En ég tel að þetta hafi verið mikilvæg skilaboð sem staðfestu að það eru samskiptareglur þegar kemur að norðurslóðum. Eins og það eru samskiptareglur þegar um önnur svæði er að ræða," sagði Murkowski. Það hafi alltaf verið sameiginlegur skilningur aðildarríkjanna átta að Norðurskautsráðinu að umræðum um öryggismál væri haldið utan við ráðið svo ríkin gætu einbeitt sér að sameiginlegum málefnum norðurslóða eins og umhverfismálum. „Ég er hér sem Repúblíkani, ég er hér sem Alaskabúi, ég er hér sem Bandaríkjamaður, ég er hér sem manneskja sem er annt um norðurslóðir. Mér er annt um framtíð þeirra, mér er annt um fólkið þar og ég vil að Bandaríkin taki meiri þátt á öllum stigum" sagði Murkowski. New York Times og Guardian hafa sagt frá því að ekki hafi í fyrsta skipti verið hægt að gefa út sameiginlega yfirlýsingu Norðurskauts ríkjanna átta vegna þess að Pompeo gat ekki sætt sig við að hugtakið loftlagsbreytingar kæmi fyrir í henni. Murkowski segist ekki hafa setið lokaða fundi um yfirlýsinguna. „Hvort sem maður notar orðið „loftslagsbreytingar" eða ekki verður ekki litið fram hjá þeim raunveruleika sem er í kringum okkur, sérstaklega á norðurslóðum," sagði Murkowski. Fólk þurfi ekki að vera vísindamenn til að sjá hraðar breytingar í umhverfinu. Hringboði norðurslóða hafi tekist að breikka vettvang umræðunnar og Bandaríkjamenn verði að átta sig á að forysta á heimsvísu felist ekki eingöngu í hernaðarforystu. „Við sem norðuslóðaþjóð verðum að vera virkari á alþjóðavettvangi í málefnum norðurslóða. Punktur. Og við höfum ekki verið það," sagði Lisa Murkowski. Bandaríkin Kína Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Formaður Viðreisnar í borginni kannast ekki við skráningu á lista Heiðu Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Nokkrum dögum eftir að utanríkisráðherra Bandaríkjanna gagnrýndi Kínverja fyrir afskipti þeirra af norðurslóðum, mætti öldungadeildarþingmaðurinn og flokkssystir hans Lisa Murkowski á Hringborð norðurslóða í Shanghai. Hún segir ekki þýða að loka augunum fyrir augljósum áhrifum loftslagsbreytinganna. Murkovski sem einnig er formaður orkumálanefndar öldungadeildarinnar segir að það hafi örugglega verið erfitt fyrir Kínverja að heyra margt af því sem utanríkisráðherrann sagði, þótt hún taki undir hluta þess. „En ég tel að þetta hafi verið mikilvæg skilaboð sem staðfestu að það eru samskiptareglur þegar kemur að norðurslóðum. Eins og það eru samskiptareglur þegar um önnur svæði er að ræða," sagði Murkowski. Það hafi alltaf verið sameiginlegur skilningur aðildarríkjanna átta að Norðurskautsráðinu að umræðum um öryggismál væri haldið utan við ráðið svo ríkin gætu einbeitt sér að sameiginlegum málefnum norðurslóða eins og umhverfismálum. „Ég er hér sem Repúblíkani, ég er hér sem Alaskabúi, ég er hér sem Bandaríkjamaður, ég er hér sem manneskja sem er annt um norðurslóðir. Mér er annt um framtíð þeirra, mér er annt um fólkið þar og ég vil að Bandaríkin taki meiri þátt á öllum stigum" sagði Murkowski. New York Times og Guardian hafa sagt frá því að ekki hafi í fyrsta skipti verið hægt að gefa út sameiginlega yfirlýsingu Norðurskauts ríkjanna átta vegna þess að Pompeo gat ekki sætt sig við að hugtakið loftlagsbreytingar kæmi fyrir í henni. Murkowski segist ekki hafa setið lokaða fundi um yfirlýsinguna. „Hvort sem maður notar orðið „loftslagsbreytingar" eða ekki verður ekki litið fram hjá þeim raunveruleika sem er í kringum okkur, sérstaklega á norðurslóðum," sagði Murkowski. Fólk þurfi ekki að vera vísindamenn til að sjá hraðar breytingar í umhverfinu. Hringboði norðurslóða hafi tekist að breikka vettvang umræðunnar og Bandaríkjamenn verði að átta sig á að forysta á heimsvísu felist ekki eingöngu í hernaðarforystu. „Við sem norðuslóðaþjóð verðum að vera virkari á alþjóðavettvangi í málefnum norðurslóða. Punktur. Og við höfum ekki verið það," sagði Lisa Murkowski.
Bandaríkin Kína Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Formaður Viðreisnar í borginni kannast ekki við skráningu á lista Heiðu Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira