Vonar að bruninn raski ekki skólastarfi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. maí 2019 07:13 Bruninn í Seljaskóla í nótt kemur til með að hafa áhrifa á skólastarf fram að sumarleyfum í næsta mánuði. Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla var á vettvangi í nótt og segist hann hafa fengið tilkynningu um eld í skólanum rétt fyrir miðnætti frá viðbragðsaðilum innan skólans. Hann segir aðkomuna ekki hafa verið góða. „Það var reykur upp úr mæninum og virtist vera staðbundið en svo fljótlega fór reykurinn að dökkna og um eitt leitið í nótt var orðið ljóst mál að ekki yrði ráðið við þann eld sem þar var í gangi,“ segir Magnús um aðstæður þegar hann kom á staðinn. Stutt er síðan kviknaði í á svipuðum stað í skólanum en Magnús getur ekki getið sér til um eldsupptök nú. „Eldsupptökin þá, hefur okkur verið tjáð, að hafi verið út frá rafmagni. Við vitum ekkert hvað gerðist í kvöld. Það er langt í það að slökkvilið og lögregla nái að fara yfir vettvanginn. Við erum rétt búin að laga aðra álmu í húsinu, húsið er byggt þannig að þetta eru margar álmur. Það virðist ekki hafa verið nein tenging þarna á milli,“ segir Magnús.Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla, á vettvangi brunans í nótt.Vísir/JóhannKFór inn í skólann til að kanna með skemmdir í öðrum álmum „Mér sýnist vera ástæða til þess að þakka slökkviliðinu fyrir, þetta er ótrúlegt fólk sem við höfum og þeir hafa náð að bjarga því, sýnist okkur við fyrstu sýn, að það hefur ekki farið mikill reykur á milli og eldvarnarhurðir og annað sem er hérna virðist hafa haldið þokkalega, þannig að þetta virðist vera staðbundið. Það er samt gríðarlegt tjón í þessu húsi sem eldurinn er í,“ segir Magnús. Þrátt fyrir áfallið í nótt segir Magnús sjá fyrir sér að nemendur nái að klára skólaveturinn í næsta mánuði. „Það er augljóst mál að við þurfum að gera ráðstafanir. það eru einhverjar fjórar vikur eftir hjá okkur. Þegar þetta gerðist síðast að þá áttum við góða nágranna og góða vini hérna nálægt okkur sem að hafa boðið okkur aðstoð. Mér þykir nú líklega svona þegar að það er orðið kristilegur tími til þess að hringja í vini mína hérna í hverfinu að þá kannski munum við leitast eftir því og stefnan er sú að við getum verið með skólastarf í öllum skólanum á mánudag, en það er klárt mál að við munum þurfa aðstoð vina okkar til að finna húsnæði fyrir þau börn sem að voru í þessari álmu sem að mesta tjónið hefur orðið,“ segir Magnús. Eldurinn í þaki Seljaskóla var mikill.Vísir/Stöð2Sorglegt að horfa upp á þetta öðru sinni Magnús segir sorglegt að horfa upp á skólabygginguna svona illa farna og ferlegt að vera upplifa atburðinn öðru sinni á stuttum tíma. Hann segir að þó þetta sé bara hús að þá þyki honum vænt um það. „Þetta eru kennslustofur fyrir 11 og 12 ára gömul börn og það eru eingöngu kennslustofur í þessu húsi,“ segir Magnús. Aðspurður um ástandið á kennslustofunum segir Magnús að þrátt fyrir að steypt plata sé á milli kennslustofanna og þaksins hafi mikið vatn og mikill svartur reykur farið um bygginguna og gerir hann ráð fyrir að tjón vegna þess sé mjög mikið. Lögreglumál Reykjavík Skóla - og menntamál Slökkvilið Tengdar fréttir Eldur í þaki Seljaskóla Eldur kom upp í þaki Seljaslóla í nótt. 12. maí 2019 01:30 Mikið tjón í Seljaskóla eftir bruna Mikil eldur kom upp í þaki Seljaskóla um miðnætti og barðist slökkvilið við eldinn í alla nótt. Hafsteinn Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sagði að aðstæður til slökkvistarfs hafi verið mjög erfiðar. 12. maí 2019 06:35 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira
Bruninn í Seljaskóla í nótt kemur til með að hafa áhrifa á skólastarf fram að sumarleyfum í næsta mánuði. Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla var á vettvangi í nótt og segist hann hafa fengið tilkynningu um eld í skólanum rétt fyrir miðnætti frá viðbragðsaðilum innan skólans. Hann segir aðkomuna ekki hafa verið góða. „Það var reykur upp úr mæninum og virtist vera staðbundið en svo fljótlega fór reykurinn að dökkna og um eitt leitið í nótt var orðið ljóst mál að ekki yrði ráðið við þann eld sem þar var í gangi,“ segir Magnús um aðstæður þegar hann kom á staðinn. Stutt er síðan kviknaði í á svipuðum stað í skólanum en Magnús getur ekki getið sér til um eldsupptök nú. „Eldsupptökin þá, hefur okkur verið tjáð, að hafi verið út frá rafmagni. Við vitum ekkert hvað gerðist í kvöld. Það er langt í það að slökkvilið og lögregla nái að fara yfir vettvanginn. Við erum rétt búin að laga aðra álmu í húsinu, húsið er byggt þannig að þetta eru margar álmur. Það virðist ekki hafa verið nein tenging þarna á milli,“ segir Magnús.Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla, á vettvangi brunans í nótt.Vísir/JóhannKFór inn í skólann til að kanna með skemmdir í öðrum álmum „Mér sýnist vera ástæða til þess að þakka slökkviliðinu fyrir, þetta er ótrúlegt fólk sem við höfum og þeir hafa náð að bjarga því, sýnist okkur við fyrstu sýn, að það hefur ekki farið mikill reykur á milli og eldvarnarhurðir og annað sem er hérna virðist hafa haldið þokkalega, þannig að þetta virðist vera staðbundið. Það er samt gríðarlegt tjón í þessu húsi sem eldurinn er í,“ segir Magnús. Þrátt fyrir áfallið í nótt segir Magnús sjá fyrir sér að nemendur nái að klára skólaveturinn í næsta mánuði. „Það er augljóst mál að við þurfum að gera ráðstafanir. það eru einhverjar fjórar vikur eftir hjá okkur. Þegar þetta gerðist síðast að þá áttum við góða nágranna og góða vini hérna nálægt okkur sem að hafa boðið okkur aðstoð. Mér þykir nú líklega svona þegar að það er orðið kristilegur tími til þess að hringja í vini mína hérna í hverfinu að þá kannski munum við leitast eftir því og stefnan er sú að við getum verið með skólastarf í öllum skólanum á mánudag, en það er klárt mál að við munum þurfa aðstoð vina okkar til að finna húsnæði fyrir þau börn sem að voru í þessari álmu sem að mesta tjónið hefur orðið,“ segir Magnús. Eldurinn í þaki Seljaskóla var mikill.Vísir/Stöð2Sorglegt að horfa upp á þetta öðru sinni Magnús segir sorglegt að horfa upp á skólabygginguna svona illa farna og ferlegt að vera upplifa atburðinn öðru sinni á stuttum tíma. Hann segir að þó þetta sé bara hús að þá þyki honum vænt um það. „Þetta eru kennslustofur fyrir 11 og 12 ára gömul börn og það eru eingöngu kennslustofur í þessu húsi,“ segir Magnús. Aðspurður um ástandið á kennslustofunum segir Magnús að þrátt fyrir að steypt plata sé á milli kennslustofanna og þaksins hafi mikið vatn og mikill svartur reykur farið um bygginguna og gerir hann ráð fyrir að tjón vegna þess sé mjög mikið.
Lögreglumál Reykjavík Skóla - og menntamál Slökkvilið Tengdar fréttir Eldur í þaki Seljaskóla Eldur kom upp í þaki Seljaslóla í nótt. 12. maí 2019 01:30 Mikið tjón í Seljaskóla eftir bruna Mikil eldur kom upp í þaki Seljaskóla um miðnætti og barðist slökkvilið við eldinn í alla nótt. Hafsteinn Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sagði að aðstæður til slökkvistarfs hafi verið mjög erfiðar. 12. maí 2019 06:35 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira
Mikið tjón í Seljaskóla eftir bruna Mikil eldur kom upp í þaki Seljaskóla um miðnætti og barðist slökkvilið við eldinn í alla nótt. Hafsteinn Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sagði að aðstæður til slökkvistarfs hafi verið mjög erfiðar. 12. maí 2019 06:35