Innlent

Eldur í þaki Seljaskóla

Andri Eysteinsson skrifar
Vísir/Andri
Eldur kom upp í millilofti í Seljaskóla í nótt.  Mikið lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var sent á staðinn og hófu þar slökkvistarf.

Um er að ræða annað skiptið á árinu sem eldur kemur upp i húsnæði Seljaskóla.  Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla, segir ekkert vitað um upptök eldsins enn sem komið er.

Eins og áður segir kom er þetta í annað skipti sem eldur kemur upp í Seljaskóla á árinu, eldur kom upp í þaki byggingarinnar í febrúar síðastliðnum.

Magnús segir ljóst að sá hluti skólabyggingarinnar sem kviknaði í sé gjörónýtur.


Tengdar fréttir

Mikið tjón í Seljaskóla eftir bruna

Mikil eldur kom upp í þaki Seljaskóla um miðnætti og barðist slökkvilið við eldinn í alla nótt. Hafsteinn Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sagði að aðstæður til slökkvistarfs hafi verið mjög erfiðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×