Kom að innbrotsþjófi í Grafarholti: „Sannaði fyrir sjálfri mér að ég get verndað mitt eigið húsnæði ef ég þarf þess“ Atli Ísleifsson skrifar 12. maí 2019 12:18 Hjördís segir að innbrotsþjófurinn hafi augljóslega verið í vímu og verið búin að taka lyf úr lyfjakassanum, föt, málningadót og fleira. Getty „Ég var í tíu mínútur að ná mér niður áður en ég gat hringt í lögregluna og talað af einhverju viti.“ Þetta segir Hjördís Líney Aðalsteinsdóttir, íbúi í Grafarholti, sem kom að innbrotsþjófi á heimili sínu á aðfaranótt laugardagsins. Hjördís segist hafa skoppið úr húsi í um tuttugu mínútur skömmu eftir miðnætti og komið svo að innbrotsþjófnum þar sem hann var að róta í eigum hennar. „Ég kem heim og sé þá einhverja stelpu sem ég kannast ekkert við. Aldrei séð þessa manneskju áður. Ég spyr hana hver hún sé og þá segist hún vera að leita að einhverjum Binna. Það býr hins vegar enginn Binni í þessu fjölbýli sem ég er í. Ég trúi henni náttúrulega ekki og sé þá að hún er búin að taka saman dótið mitt. Ég bara klikkaðist, trompaðist og fraus ekki. Hún var alveg augljóslega hrædd og ég náði dótinu af henni. Hún veitti enga mótspyrnu,“ segir Hjördís.Ánægð að hafa komið að innbrotsþjófnum Hjördís segir að innbrotsþjófurinn hafi augljóslega verið í vímu og verið búin að taka lyf úr lyfjakassanum, föt, málningadót og fleira. „Lyfjaboxið var á hvolfi, skúffurnar opnar og sófinn úr stað. Ég ætlaði að fara að hringja í lögregluna og þá flýr hún út. Ekki nóg með að ég náði að yfirbuga þennan þjóf heldur rændi ég hana öllu þýfinu sem hún hafði. Hún hafði greinilega brotist inn í einhvern bíl áður og stolið úr honum.“ Hún segir að lögregla hafi verið fljót á staðinn. „Það kom mér á óvart. En þetta sannaði fyrir mér að ég get verndað mitt eigið húsnæði ef ég þarf þess. Þó að þetta hafi verið mjög dramatískt að sjá einhverja ókunnuga manneskju heima hjá sér þá er ég eiginlega ánægðari að hafa komið að þessu en að hafa ekki gert það – miðað við hvernig ég brást við. Það hefði í raun verið óhugnanlegra að koma heim og sjá að brotist hafi verið inn og ég hefði ekkert vitað hver þetta var.“ Hún segist hafa sofið frammi í sófa þá um nóttina. „Ég var á leið til vinkonu minnar en hætti við, vildi passa upp á að enginn væri að fara að koma.“Leitar eigenda Toyota Carina Hjördís segist hafa skilið eftir ólæst þegar hún skrapp út en eftir þessa reynslu muni hún alltaf læsa á eftir sér. „Sama þó það sé að sækja póstinn. Ég ætla alltaf að læsa. Ég hélt að þetta væri öruggt hverfi en nú heyri ég að svo sé ekki,“ segir Hjördís og beinir því til annarra íbúa í hverfinu að læsa á eftir sér. Að lokum segist hún endilega vilja koma þýfinu sem hún náði af innbrotsþjófnum í réttar hendur. Hafi þar meðal annars verið að finna smurbók bíls af gerðinni Toyota Carina '96. „Ef einhver kannast við það að hafa orðið fyrir þjófnaði úr þannig bíl á svipuðum tíma þá má hafa samband við mig.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
„Ég var í tíu mínútur að ná mér niður áður en ég gat hringt í lögregluna og talað af einhverju viti.“ Þetta segir Hjördís Líney Aðalsteinsdóttir, íbúi í Grafarholti, sem kom að innbrotsþjófi á heimili sínu á aðfaranótt laugardagsins. Hjördís segist hafa skoppið úr húsi í um tuttugu mínútur skömmu eftir miðnætti og komið svo að innbrotsþjófnum þar sem hann var að róta í eigum hennar. „Ég kem heim og sé þá einhverja stelpu sem ég kannast ekkert við. Aldrei séð þessa manneskju áður. Ég spyr hana hver hún sé og þá segist hún vera að leita að einhverjum Binna. Það býr hins vegar enginn Binni í þessu fjölbýli sem ég er í. Ég trúi henni náttúrulega ekki og sé þá að hún er búin að taka saman dótið mitt. Ég bara klikkaðist, trompaðist og fraus ekki. Hún var alveg augljóslega hrædd og ég náði dótinu af henni. Hún veitti enga mótspyrnu,“ segir Hjördís.Ánægð að hafa komið að innbrotsþjófnum Hjördís segir að innbrotsþjófurinn hafi augljóslega verið í vímu og verið búin að taka lyf úr lyfjakassanum, föt, málningadót og fleira. „Lyfjaboxið var á hvolfi, skúffurnar opnar og sófinn úr stað. Ég ætlaði að fara að hringja í lögregluna og þá flýr hún út. Ekki nóg með að ég náði að yfirbuga þennan þjóf heldur rændi ég hana öllu þýfinu sem hún hafði. Hún hafði greinilega brotist inn í einhvern bíl áður og stolið úr honum.“ Hún segir að lögregla hafi verið fljót á staðinn. „Það kom mér á óvart. En þetta sannaði fyrir mér að ég get verndað mitt eigið húsnæði ef ég þarf þess. Þó að þetta hafi verið mjög dramatískt að sjá einhverja ókunnuga manneskju heima hjá sér þá er ég eiginlega ánægðari að hafa komið að þessu en að hafa ekki gert það – miðað við hvernig ég brást við. Það hefði í raun verið óhugnanlegra að koma heim og sjá að brotist hafi verið inn og ég hefði ekkert vitað hver þetta var.“ Hún segist hafa sofið frammi í sófa þá um nóttina. „Ég var á leið til vinkonu minnar en hætti við, vildi passa upp á að enginn væri að fara að koma.“Leitar eigenda Toyota Carina Hjördís segist hafa skilið eftir ólæst þegar hún skrapp út en eftir þessa reynslu muni hún alltaf læsa á eftir sér. „Sama þó það sé að sækja póstinn. Ég ætla alltaf að læsa. Ég hélt að þetta væri öruggt hverfi en nú heyri ég að svo sé ekki,“ segir Hjördís og beinir því til annarra íbúa í hverfinu að læsa á eftir sér. Að lokum segist hún endilega vilja koma þýfinu sem hún náði af innbrotsþjófnum í réttar hendur. Hafi þar meðal annars verið að finna smurbók bíls af gerðinni Toyota Carina '96. „Ef einhver kannast við það að hafa orðið fyrir þjófnaði úr þannig bíl á svipuðum tíma þá má hafa samband við mig.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira