Enski boltinn

Kompany óviss um framtíð sína

Dagur Lárusson skrifar
Vincent Kompany.
Vincent Kompany. vísir/getty
Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, segist ekki vera viss um það hvort hann verði áfram hjá félaginu á næstu leiktíð.

 

Vincent Kompany spilaði stórt hlutverk í því að City vann ensku úrvalsdeildina annað árið í röð en hann skoraði gríðarlega mikilvægt mark fyrir liðið í vikunni gegn Leicester.

 

„Það er allt í góðu núna en ég veit ekki hvort ég verði hér ennþá á næstu leiktíð, það er einfaldlega eitthvað sem ég er ekki að hugsa um einmitt núna.”

 

„Eina sem ég veit að ég vil er að ég veit að ég vil vinna. Þegar tímabilið er á enda þá munum við ræða framtíðina mína.”

 

„Við erum fjölskylda hérna hjá City og ég er hluti af þeirri fjölskyldu og þess vegna munum við tala saman. Þetta verður ákveðið af mér og minni fjölskyldu.”

 

Kompany gekk til liðs við City árið 2008 og síðan þá hefur hann spilað 264 leiki fyrir liðið.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×