Erlent

Hótaði Donald Trump og sér fram á langa fangelsisvist

Sylvía Hall skrifar
Donald Trump er forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump er forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty

Gary Gravelle, 51 árs gamall maður frá Connecticut í Bandaríkjunum, hefur verið ákærður fyrir morðhótanir í garð Donald Trump Bandaríkjaforseta sem og fjölda sprengjuhótana. Verði hann fundinn sekur í öllum ákæruliðum á hann yfir höfði sér allt að 140 ára fangelsi. Reuters greinir frá.

Morðhótarnirnar bárust í september árið 2018 og mátti finna „grunsamlegt“ hvítt púður og handskrifuð skilaboð frá Gravelle þar sem stóð einfaldlega: „Þú deyrð“. Þá sendi hann samskonar skilaboð á sýnagógur, moskur og á samtök sem vinna að hagsmunum minnihlutahópa.

Gravelle hringdi einnig símtöl og sendi tölvupósta sem innihéldu sprengjuhótanir. Sagðist hann ætla fremja sprengjuárás í Vermont, Washington og á hinum ýmsu stöðum í Connecticut, þar á meðal í byggingum í eigu ríkisins.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Gravelle er ákærður fyrir hótanir í líkingu við þessar en hann hlaut dóm árið 2013 fyrir að hafa átt í ógnandi hótunum við einstaklinga og fyrirtæki. Hann hafði verið undir eftirliti frá því að hann var laus úr fangelsi og þar til hann var handtekinn aftur á síðasta ári.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.