Enski boltinn

Tókst ekki að stoppa Man. City í gær og var rekinn í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Chris Hughton með Pep Guardiola í gær.
Chris Hughton með Pep Guardiola í gær. Getty/Mike Hewitt
Brighton & Hove Albion rak í dag knattspyrnustjórann sinn Chris Hughton eða aðeins innan við sólarhring eftir lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Chris Hughton yfirgefur félagið ásamt aðstoðarmönnum sínum Paul Trollope og Paul Nevin.

Síðasti leikur Chris Hughton með lið Brighton & Hove Albion var á móti Manchester City í gær.





Brighton hefði fært Liverpool titilinn á silfurfati með því að taka stig af Manchester City í þessum leik. Brighton komst í 1-0 í leiknum en City svaraði með fjórum mörkum og vann ensku deildina annað árið í röð.

Brighton & Hove Albion þakkar Chris Hughton fyrir fjögurra og hálfs árs starf í yfirlýsingu á miðlum sínum. Þar er tekið fram að 3 sigrar í síðustu 23 leikjum hafi kallað á breytingar.





Brighton fékk aðeins þrjú stig út úr síðustu níu leikjum sínum en síðustu tveir sigurleikirnir og þeir einu hjá liðinu á árinu 2019 komu á móti Huddersfield Town og Crystal Palace í byrjun mark. Þeir voru nóg til þess að liðið hélt sæti sínu en Brighton endaði í síðasta örugga sæti deildarinnar, tveimur stigum á undan Cardiff City.

Chris Hughton tók við liði Brighton & Hove Albion á Gamlársdegi árið 2014. Liðið var þá í ensku b-deildinni. Hann skrifaði undir nýjan fjögurra ára samning í maí 2016 og ári síðar kom hann liðinu upp í ensku úrvalsdeildina þar sem það hefur verið síðan.

Brighton & Hove Albion spilaði 215 leiki undir stjórn Chris Hughton, vann 181 og tapaði 143. Liðið vann 40,6 prósent leikja sinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×