Enski boltinn

Shearer: Pogba hefði bara átt að fara inn í klefa

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pogba gaf áhorfanda treyjuna sína eftir leikinn.
Pogba gaf áhorfanda treyjuna sína eftir leikinn. vísir/getty
Alan Shearer, fyrrum landsliðsmaður Englands, var ekki hrifinn af því að Paul Pogba, miðjumaður Man. Utd, hefði átt í orðaskiptum við áhorfendur eftir tap United gegn Cardiff í gær.

United tapaði leiknum 0-2 og eftir leik þökkuðu leikmenn Man. Utd áhorfendum fyrir stuðninginn. Ansi margir stuðningsmenn United voru reyndar farnir og vildu ekki klappa fyrir sínum mönnum.

Ekki vildu allir klappa fyrir Pogba og einhverjir áhorfendur létu hann heyra það. Pogba lét það ekki afskiptalaust, horfði á fólkið og svaraði fyrir sig með því að setja þumalinn upp.





Þessir áhorfendur sögðu að hann gæti ekki neitt og að Solskjær, stjóri liðsins, ætti að losa sig við hann.

„Þegar þú hefur átt tímabil eins og hann þá er best að fara bara inn í klefa. Þú getur ekki verið að standa í stappi við áhorfendur,“ sagði Shearer.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×