„Manchester City veit að Liverpool er komið til að vera“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2019 16:45 Andy Robertson fagnar marki með Virgil van Dijk,. Sadio Mane og fleirum úr Liverpool liðinu. Getty/Clive Brunskill Andy Robertson átti frábært tímabil með Liverpool í vinstri bakverðinum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í vetur og hann er sannfærður um meiri velgengni hjá Liverpool liðinu á næstu árum. Robertson er viss um að Liverpool liðið er komið til að vera í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Úrslitin réðust ekki fyrr en í lokaumferðinni og um tíma í henni sat Liverpool í efsta sætinu. Manchester City skoraði þá fjögur mörk á móti Brighton og tryggði sér Englandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Liverpool endaði með 97 stig sem er það mesta sem félag í bestu fimm deildum Evrópu hefur náð án þess að vinna titilinn. „Við erum samheldinn og þéttur hópur af ungum mönnum,“ sagði hinn 25 ára gamli Andy Robertson við BBC. Já það er góður aldur flestra lykilmanna liðsins sem ættu að gera næstu ár spennandi. „Vonandi verðum við hér í mörg ár og á næst ári ættum við að vera betra lið þegar kemur að þroska og reynslu,“ sagði Robertson.Liverpool's Andy Robertson says Manchester City know Liverpool are "here to stay". "We will go into next season as strong as ever."https://t.co/QRfgy2kETr#lfc#mcfc#bbcfootballpic.twitter.com/5vK5PQWvrU — BBC Sport (@BBCSport) May 14, 2019„Manchester City menn vita að við erum komnir til að vera í titilbaráttunni. Við vitum samt að þeir verða þarna líka á næsta ári því þeir eru ótrúlegir,“ sagði Andy Robertson. „Nú krossar maður bara fingurna og vonar að enginn fari frá okkur. Við verðum sterkari en aldrei fyrr þegar við förum inn í næsta tímabili. Hvort við náum að spila eins vel verður síðan bara að koma í ljós,“ sagði Robertson. Tímabilið er þó ekki alveg búið hjá Liverpool liðinu sem mætir Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Madrid 1. júní næstkomandi. „Við eigum eftir að spila úrslitaleikinn í Meistaradeildinni. Við höfum núna gleymt öllu öðru. Ef við vinnum Meistaradeildina þá mun enginn vera að velta sér upp úr því að við enduðum í öðru sæti deildinni,“ sagði Robertson. „Það hafa verið hægðir og lægðir á þessari leiktíð. Ég er líka viss um að við höfum lært mikið af þeim. Við töpuðum naumlega á móti heimsklassa liði. 97 stig myndu vinna á öllum öðrum árum nema einu. Við verðum bara að halda áfram að banka á dyrnar,“ sagði Robertson. Andy Robertson var ekki fæddur þegar Liverpool vann síðast Englandsmeistaratitilinn fyrir 29 árum síðan. Það voru enn fjögur ár í það að þessi skemmtilegi bakvörður kæmi í heiminn. Andy Robertson var aftur á móti ellefu ára gamall strákur í Glasgow þegar Liverpool vann síðast Meistaradeildina vorið 2005. Enski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Sjá meira
Andy Robertson átti frábært tímabil með Liverpool í vinstri bakverðinum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í vetur og hann er sannfærður um meiri velgengni hjá Liverpool liðinu á næstu árum. Robertson er viss um að Liverpool liðið er komið til að vera í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Úrslitin réðust ekki fyrr en í lokaumferðinni og um tíma í henni sat Liverpool í efsta sætinu. Manchester City skoraði þá fjögur mörk á móti Brighton og tryggði sér Englandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Liverpool endaði með 97 stig sem er það mesta sem félag í bestu fimm deildum Evrópu hefur náð án þess að vinna titilinn. „Við erum samheldinn og þéttur hópur af ungum mönnum,“ sagði hinn 25 ára gamli Andy Robertson við BBC. Já það er góður aldur flestra lykilmanna liðsins sem ættu að gera næstu ár spennandi. „Vonandi verðum við hér í mörg ár og á næst ári ættum við að vera betra lið þegar kemur að þroska og reynslu,“ sagði Robertson.Liverpool's Andy Robertson says Manchester City know Liverpool are "here to stay". "We will go into next season as strong as ever."https://t.co/QRfgy2kETr#lfc#mcfc#bbcfootballpic.twitter.com/5vK5PQWvrU — BBC Sport (@BBCSport) May 14, 2019„Manchester City menn vita að við erum komnir til að vera í titilbaráttunni. Við vitum samt að þeir verða þarna líka á næsta ári því þeir eru ótrúlegir,“ sagði Andy Robertson. „Nú krossar maður bara fingurna og vonar að enginn fari frá okkur. Við verðum sterkari en aldrei fyrr þegar við förum inn í næsta tímabili. Hvort við náum að spila eins vel verður síðan bara að koma í ljós,“ sagði Robertson. Tímabilið er þó ekki alveg búið hjá Liverpool liðinu sem mætir Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Madrid 1. júní næstkomandi. „Við eigum eftir að spila úrslitaleikinn í Meistaradeildinni. Við höfum núna gleymt öllu öðru. Ef við vinnum Meistaradeildina þá mun enginn vera að velta sér upp úr því að við enduðum í öðru sæti deildinni,“ sagði Robertson. „Það hafa verið hægðir og lægðir á þessari leiktíð. Ég er líka viss um að við höfum lært mikið af þeim. Við töpuðum naumlega á móti heimsklassa liði. 97 stig myndu vinna á öllum öðrum árum nema einu. Við verðum bara að halda áfram að banka á dyrnar,“ sagði Robertson. Andy Robertson var ekki fæddur þegar Liverpool vann síðast Englandsmeistaratitilinn fyrir 29 árum síðan. Það voru enn fjögur ár í það að þessi skemmtilegi bakvörður kæmi í heiminn. Andy Robertson var aftur á móti ellefu ára gamall strákur í Glasgow þegar Liverpool vann síðast Meistaradeildina vorið 2005.
Enski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Sjá meira