Enski boltinn

Sjáðu þetta frábæra tattú af Solskjær við stýrið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Solskjær hefur örugglega hlegið er hann sá tattúið.
Solskjær hefur örugglega hlegið er hann sá tattúið. vísir/getty

Norðmaðurinn Tor Henrik Stensland er einn harðasti stuðningsmaður Ole Gunnar Solskjær, stjóra Man. Utd, og hefur nú sýnt það í verki.

Sá sagði fyrir seinni leik Man. Utd og PSG að hann myndi fá sér tattú af Solskjær inn í stýri ef Man. Utd færi áfram. Það varð kraftaverk í París og Stensland þurfti að standa við stóru orðin. Það gerði hann líka.Hann fékk sér stórt tattú á fótinn af landa sínum og virðist vera hæstánægður með það.

„Ég er maður orða minna. Njótið,“ skrifaði Stensland og sitt sýnist hverjum um hversu gott listaverkið er.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.