Breyta Facebook Live vegna árásanna í Christchurch Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2019 11:59 Með breytingunum verður aðilum sem hafa brotið gegn tilteknum reglum samfélagsmiðilsins meinað að vera með beinar útsendingar í tiltekinn tíma. AP/Richard Drew Facebook hefur gert breytingar á Facebook Live til að reyna að draga úr því að þjónusta fyrirtækisins sé notuð til að „valda skaða eða dreifa hatri“. Breytingarnar eru til komnar vegna hryðjuverkaárásanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi þar sem maður sýndi frá því þegar hann skaut tugi manna til bana í beinni útsendingu á Facebook. Með breytingunum verður aðilum sem hafa brotið gegn tilteknum reglum samfélagsmiðilsins meinað að vera með beinar útsendingar í tiltekinn tíma. Það er nóg að brjóta einu sinni gegn skilmálum Facebook til að fá bann. Þar að auki kemur fram í bloggfærslu, sem Guy Rosen, einn af æðstu yfirmönnum Facebook , skrifar undir, að fyrirtækið sé að vinna að þróun aðferða til að finna breyttar útgáfur af bönnuðum myndböndum og taka þær úr birtingu.Sjá einnig: Eyddu einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni á FacebookÞað gerðist ítrekað í kjölfar árásanna í Christchurch. Þó upprunalega myndbandið hafi verið tekið út var því dreift ítrekað og fengu breyttar útgáfur af því að vera lengi uppi á samfélagsmiðlinum. Þó er vert að taka fram að Facebook hefur verið gagnrýnt fyrir það hve langan tíma það tók að fjarlægja upprunalega myndbandið. Vegna þessa hefur Facebook varið 7,5 milljónum dala til rannsóknarverkefna með þremur háskólum til að bæta tækni fyrirtækisins til að greina myndir og myndbönd sjálfkrafa, svo hægt sé að fjarlægja þau án tafa.Sjá einnig: Sjónarhorn Christchurch útsendingarinnar plataði ritskoðunarkerfi FacebookÍ færslu Facebook segir að yfirgnæfandi meirihluti notenda samfélagsmiðilsins fylgi reglum hans eftir. Hins vegar sé hægt að misnota beinu útsendingarnar. Eftir breytingarnar er nóg að fremja eitt brot gegn alvarlegustu reglum Facebook til að geta ekki verið með beinar útsendingar í tiltekinn tíma og eru 30 dagar nefndir. Sem dæmi segir að ef einhver deili áróðri öfga- eða hryðjuverkamanna án samhengis geti hinn sami ekki verið með beinar útsendingar um tíma. Seinna meir mun bannið einnig fela í sér að umræddir aðilar geti ekki keypt auglýsingar. Bannið á einnig við nýja stefnu Facebook varðandi hættulega aðila og stofnanir sem leiddi til þess að Alex Jones og aðrir umdeildir aðilar voru bannaðir frá Facebook fyrr í þessum mánuði.Sjá einnig: Facebook bannar „hættulega“ öfgamennAllir eiga þeir sem voru bannaðir það sameiginlegt að hafa dreift efni sem talið hefur verið hatursáróður, kynþáttahatur eða gyðingahatur. Facebook segir að fólkið hafi brotið gegn skilmálum miðilsins. Einstaklingar og stofnanir sem boði ofbeldi eða hatur hafi alltaf verið bannaðar á Facebook. Jacinda Adern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, segir að um gott „fyrsta skref“ sé að ræða, samkvæmt BBC. Hún mun stýra ráðstefnu með Emmanuel Macron, forseta Frakklands, í París um helgina þar sem fjallað verður um öfga á internetinu. Markmið ráðstefnunnar er að finna leiðir til að samræma alþjóðlegar aðgerðir svo hægt verði að koma í veg fyrir að samfélagsmiðlar séu notaðir til að ýta undir hryðjuverkastarfsemi og jafnvel ýta undir hryðjuverk. Leiðtogar frá Evrópu, Kanada og Mið-Austurlöndum munu sækja ráðstefnuna auk forsvarsmanna samfélagsmiðlafyrirtækja eins og Facebook, Google og Twitter. Facebook Hryðjuverk í Christchurch Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Facebook hefur gert breytingar á Facebook Live til að reyna að draga úr því að þjónusta fyrirtækisins sé notuð til að „valda skaða eða dreifa hatri“. Breytingarnar eru til komnar vegna hryðjuverkaárásanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi þar sem maður sýndi frá því þegar hann skaut tugi manna til bana í beinni útsendingu á Facebook. Með breytingunum verður aðilum sem hafa brotið gegn tilteknum reglum samfélagsmiðilsins meinað að vera með beinar útsendingar í tiltekinn tíma. Það er nóg að brjóta einu sinni gegn skilmálum Facebook til að fá bann. Þar að auki kemur fram í bloggfærslu, sem Guy Rosen, einn af æðstu yfirmönnum Facebook , skrifar undir, að fyrirtækið sé að vinna að þróun aðferða til að finna breyttar útgáfur af bönnuðum myndböndum og taka þær úr birtingu.Sjá einnig: Eyddu einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni á FacebookÞað gerðist ítrekað í kjölfar árásanna í Christchurch. Þó upprunalega myndbandið hafi verið tekið út var því dreift ítrekað og fengu breyttar útgáfur af því að vera lengi uppi á samfélagsmiðlinum. Þó er vert að taka fram að Facebook hefur verið gagnrýnt fyrir það hve langan tíma það tók að fjarlægja upprunalega myndbandið. Vegna þessa hefur Facebook varið 7,5 milljónum dala til rannsóknarverkefna með þremur háskólum til að bæta tækni fyrirtækisins til að greina myndir og myndbönd sjálfkrafa, svo hægt sé að fjarlægja þau án tafa.Sjá einnig: Sjónarhorn Christchurch útsendingarinnar plataði ritskoðunarkerfi FacebookÍ færslu Facebook segir að yfirgnæfandi meirihluti notenda samfélagsmiðilsins fylgi reglum hans eftir. Hins vegar sé hægt að misnota beinu útsendingarnar. Eftir breytingarnar er nóg að fremja eitt brot gegn alvarlegustu reglum Facebook til að geta ekki verið með beinar útsendingar í tiltekinn tíma og eru 30 dagar nefndir. Sem dæmi segir að ef einhver deili áróðri öfga- eða hryðjuverkamanna án samhengis geti hinn sami ekki verið með beinar útsendingar um tíma. Seinna meir mun bannið einnig fela í sér að umræddir aðilar geti ekki keypt auglýsingar. Bannið á einnig við nýja stefnu Facebook varðandi hættulega aðila og stofnanir sem leiddi til þess að Alex Jones og aðrir umdeildir aðilar voru bannaðir frá Facebook fyrr í þessum mánuði.Sjá einnig: Facebook bannar „hættulega“ öfgamennAllir eiga þeir sem voru bannaðir það sameiginlegt að hafa dreift efni sem talið hefur verið hatursáróður, kynþáttahatur eða gyðingahatur. Facebook segir að fólkið hafi brotið gegn skilmálum miðilsins. Einstaklingar og stofnanir sem boði ofbeldi eða hatur hafi alltaf verið bannaðar á Facebook. Jacinda Adern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, segir að um gott „fyrsta skref“ sé að ræða, samkvæmt BBC. Hún mun stýra ráðstefnu með Emmanuel Macron, forseta Frakklands, í París um helgina þar sem fjallað verður um öfga á internetinu. Markmið ráðstefnunnar er að finna leiðir til að samræma alþjóðlegar aðgerðir svo hægt verði að koma í veg fyrir að samfélagsmiðlar séu notaðir til að ýta undir hryðjuverkastarfsemi og jafnvel ýta undir hryðjuverk. Leiðtogar frá Evrópu, Kanada og Mið-Austurlöndum munu sækja ráðstefnuna auk forsvarsmanna samfélagsmiðlafyrirtækja eins og Facebook, Google og Twitter.
Facebook Hryðjuverk í Christchurch Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira