Erlent

Annar her­maður látinn eftir að jarð­sprengja sprakk í Lett­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Frá æfingu NATO-hermanna. Fréttin tengist fréttinni ekki beint.
Frá æfingu NATO-hermanna. Fréttin tengist fréttinni ekki beint. Getty

Annar albanskur hermaður er látinn af sárum sínum eftir slys í síðustu viku þar sem jarðsprengja sprakk í Lettlandi. Frá þessu greinir varnarmálaráðherra Lettlands.

Hinn látni var liðsforingi í albanska hernum og lést þar sem hann gekkst undir skurðaðgerð í lettnesku höfuðborginni Ríga.

Jarðsprengjan var frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar og sprakk þann 6. maí þar sem verið var að hreinsa jarðsprengjusvæði undir forystu NATO-sveita. Alls særðust þrír hermenn og lést einn þeirra klukkutíma eftir sprenginguna.

Reglulega berast fréttir af því að jarðsprengjur úr seinna stríði finnist í Lettlandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.