Fótbolti

Casillas segist ekki vera hættur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Iker Casillas er ekki hættur
Iker Casillas er ekki hættur vísir/getty
Iker Casillas er ekki hættur í fótbolta. Fréttir um það að hann ætli sér að leggja hanskana á hilluna eru rangar segir Spánverjinn.

Casillas, sem hefur varið mark portúgalska liðsins Porto síðustu ár, er 38 ára gamall og er einn sigursælasti markvörður sögunnar. Hann fékk hjartaáfall á æfingu Porto í byrjun maímánaðar.

Hann var útskrifaður af sjúkrahúsi 6. maí síðastliðinn og var efast um að hann myndi spila fótbolta aftur. Í gær bárust fréttir af því að hann ætlaði sér að hætta.

Casillas tók þó til samfélagsmiðla og sagði þetta ekki rétt.

„Hæ allir. Að leggja skóna á hilluna, dagurinn mun koma þegar ég þarf þess. Vinsamlegast leyfið mér að tilkynna þá ákvörðun þegar að því kemur. Eins og er þá þarf ég frið. Ég fór í skoðun til dr. Filipe Macedo í gær og allt kom vel út. Það eru stóru fréttirnar sem ég vildi deila með ykkur,“ skrifaði Casillas.





Casillas hefur unnið alla þá titla sem hann hefur átt möguleika á að vinna og spilað yfir þúsund leiki á ferlinum. Hann leiddi spænska landsliðið til heimsmeistaratitils og tveggja Evrópumeistaratila.

Með félagsliðum hefur hann unnið Meistaradeildina þrisvar, heimsmeistarakeppni félagsliða einu sinni, orðið Spánarmeistari fimm sinnum með Real Madrid og portúgalskur meistari með Porto. 


Tengdar fréttir

Iker Casillas leggur skóna á hilluna

Spænski markvörðurinn Iker Casillas hefur spilað sinn síðasta fótboltaleik á ferlinum en þessi sigursæli markvörður hefur ákveðið að hætta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×