Erlent

Zuckerberg leggur áherslu á öryggi gagna með nýrri uppfærslu

Þórgnýt Einar Albertsson skrifar
Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook.
Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook. Nordicphotos/AFP
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri samfélagsmiðlarisans Facebook, kynnti í gær nýja útgáfu bæði vafra- og appútgáfu samfélagsmiðilsins Facebook á ráðstefnu fyrirtækisins. Að sögn Zuckerbergs verða notandinn og öryggi persónulegra upplýsinga hans gert að algjöru forgangsatriði með uppfærslunni.

„Saga Facebook telur fjórar eiginlegar útgáfur af miðlinum og þetta er sú fimmta. Þannig við köllum hana einfaldlega FB 5,“ sagði Zuckerberg.

Forstjórinn viðurkenndi að undanfarin misseri hafa reynst Facebook erfið. Fyrirtækið hefur beðið mikinn álitshnekki vegna aragrúa hneykslismála sem flest snúa að öryggi og meðferð persónulegra gagna. „Sko, ég skil vel ef margir halda að okkur sé ekki alvara nú. Orðspor okkar með tilliti til öryggismála er ekkert sérstaklega sterkt, svo vægt sé til orða tekið. En ég er staðráðinn í því að gera þetta vel og hefja nýjan kafla í sögu Facebook.“

Útlit samfélagsmiðilsins breytist verulega með uppfærslunni. Meiri áhersla er lögð á að sýna notandanum innlegg úr hópum og viðburði í stað deilinga og stöðuuppfærsla. Þá hefur blái liturinn sem einkennt hefur Facebook frá stofnun að mestu vikið fyrir hvítum, miðað við sýnishornin sem Zuckerberg sýndi á F8.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×