Zuckerberg leggur áherslu á öryggi gagna með nýrri uppfærslu Þórgnýt Einar Albertsson skrifar 1. maí 2019 10:00 Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook. Nordicphotos/AFP Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri samfélagsmiðlarisans Facebook, kynnti í gær nýja útgáfu bæði vafra- og appútgáfu samfélagsmiðilsins Facebook á ráðstefnu fyrirtækisins. Að sögn Zuckerbergs verða notandinn og öryggi persónulegra upplýsinga hans gert að algjöru forgangsatriði með uppfærslunni. „Saga Facebook telur fjórar eiginlegar útgáfur af miðlinum og þetta er sú fimmta. Þannig við köllum hana einfaldlega FB 5,“ sagði Zuckerberg. Forstjórinn viðurkenndi að undanfarin misseri hafa reynst Facebook erfið. Fyrirtækið hefur beðið mikinn álitshnekki vegna aragrúa hneykslismála sem flest snúa að öryggi og meðferð persónulegra gagna. „Sko, ég skil vel ef margir halda að okkur sé ekki alvara nú. Orðspor okkar með tilliti til öryggismála er ekkert sérstaklega sterkt, svo vægt sé til orða tekið. En ég er staðráðinn í því að gera þetta vel og hefja nýjan kafla í sögu Facebook.“ Útlit samfélagsmiðilsins breytist verulega með uppfærslunni. Meiri áhersla er lögð á að sýna notandanum innlegg úr hópum og viðburði í stað deilinga og stöðuuppfærsla. Þá hefur blái liturinn sem einkennt hefur Facebook frá stofnun að mestu vikið fyrir hvítum, miðað við sýnishornin sem Zuckerberg sýndi á F8. Birtist í Fréttablaðinu Facebook Samfélagsmiðlar Tækni Tengdar fréttir Endurhanna Facebook-appið og leggja meiri áherslu á hópa og viðburði Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi samfélagsmiðilsins Facebook, kynnti í dag ýmsar breytingar sem gerðar verða á miðlinum á næstunni. 30. apríl 2019 19:54 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri samfélagsmiðlarisans Facebook, kynnti í gær nýja útgáfu bæði vafra- og appútgáfu samfélagsmiðilsins Facebook á ráðstefnu fyrirtækisins. Að sögn Zuckerbergs verða notandinn og öryggi persónulegra upplýsinga hans gert að algjöru forgangsatriði með uppfærslunni. „Saga Facebook telur fjórar eiginlegar útgáfur af miðlinum og þetta er sú fimmta. Þannig við köllum hana einfaldlega FB 5,“ sagði Zuckerberg. Forstjórinn viðurkenndi að undanfarin misseri hafa reynst Facebook erfið. Fyrirtækið hefur beðið mikinn álitshnekki vegna aragrúa hneykslismála sem flest snúa að öryggi og meðferð persónulegra gagna. „Sko, ég skil vel ef margir halda að okkur sé ekki alvara nú. Orðspor okkar með tilliti til öryggismála er ekkert sérstaklega sterkt, svo vægt sé til orða tekið. En ég er staðráðinn í því að gera þetta vel og hefja nýjan kafla í sögu Facebook.“ Útlit samfélagsmiðilsins breytist verulega með uppfærslunni. Meiri áhersla er lögð á að sýna notandanum innlegg úr hópum og viðburði í stað deilinga og stöðuuppfærsla. Þá hefur blái liturinn sem einkennt hefur Facebook frá stofnun að mestu vikið fyrir hvítum, miðað við sýnishornin sem Zuckerberg sýndi á F8.
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Samfélagsmiðlar Tækni Tengdar fréttir Endurhanna Facebook-appið og leggja meiri áherslu á hópa og viðburði Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi samfélagsmiðilsins Facebook, kynnti í dag ýmsar breytingar sem gerðar verða á miðlinum á næstunni. 30. apríl 2019 19:54 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Endurhanna Facebook-appið og leggja meiri áherslu á hópa og viðburði Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi samfélagsmiðilsins Facebook, kynnti í dag ýmsar breytingar sem gerðar verða á miðlinum á næstunni. 30. apríl 2019 19:54