Evrópudraumur Everton lifir eftir sigur á Burnley

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson og Jóbann Berg Guðmundsson í baráttunni í kvöld
Gylfi Þór Sigurðsson og Jóbann Berg Guðmundsson í baráttunni í kvöld vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson vann Íslendingaslaginn við Jóhann Berg Guðmundsson í ensku úrvalsdeildinni í kvöld, Everton fór með 2-0 sigur á Goodison Park.

Gylfi Þór lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Richarlison á 17. mínútu. Brasilíumaðurinn átti gott skot rétt fyrir utan teig sem Tom Heaton réði ekki við.

Nokkrum mínútum seinna átti Lucas Digne langskot að marki Burnley sem Heaton varði. Hann gat þó ekki gert betur en að slá boltann út í teiginn, þar var Seamus Coleman fyrstur að átta sig og stangaði frákastið í netið.

Everton komið tveimur mörkum yfir eftir tuttugu mínútna leik.

Heimamenn voru sanngjarnt yfir því þeir byrjuðu af krafti, áttu fimm skot að marki á fyrstu tíu mínútunum og 12 alls í fyrri hálfleik.

Leikurinn varð rólegri í seinni hálfleik en Burnley átti þó mögulega að fá vítaspyrnu þegar Michael Keane virtist ýta Matej Vydra innan vítateigs.

Leiknum lauk með 2-0 sigri sem heldur Evrópuvonum Everton á lífi. Everton er í áttunda sæti, stigi á eftir Wolves sem á leik til góða. Sjöunda sætið mun duga inn í Evrópudeildina svo lengi sem Watford verður ekki bikarmeistari.

Gylfi Þór spilaði nær allan leikinn fyrir Everton, honum var skipt út af í uppbótartíma. Jóhann Berg var hins vegar tekinn af leikvelli í liði Burnley eftir 69. mínútur.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira