Erlent

Bandaríkjamenn senda flugmóðurskip og fylgdarlið að Persaflóa

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, Bandaríkjaforseta.
John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, Bandaríkjaforseta. Getty/Chip Somodevilla

Bandaríkjamenn hafa ákveðið að senda flugmóðurskip með fullu fylgdarliði til Persaflóa og segja það gert til að senda stjórnvöldum í Íran skýr skilaboð.

John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump forseta og sérstakur áhugamaður um að koma núverandi stjórnvöldum í Íran frá völdum, segir að þetta hafi verið ákveðið til að bregðast við fjölda atvika sem gefi tilefni til að ætla að Íranir séu að færa sig upp á skaftið.

Hann nefndi þó engin skýr dæmi um slíkt. Reuters fréttastofan hefur eftir ónefndum heimildarmanni innan úr ríkisstjórn Bandaríkjanna að flugmóðurskipið Abraham Lincoln hafi verið sent í Persaflóann vegna grunsemda um yfirvofandi árás bandarískt herlið á svæðinu.

Þá hefur verið bætt í flota sprengjuflugvéla á svæðinu. Bolton bætti því við á blaðamannafundi að hverskonar árás verði mætt af fullu afli.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.