Bjarga þarf skordýrum svo bjarga megi mannkyninu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. maí 2019 08:00 Skordýr leika lykilhlutverk í flóknu vistkerfi Jarðarinnar sem viðheldur öllu lífi á plánetunni. vísir/getty Það þarf að bjarga skordýrum heimsins svo bjarga megi mannkyninu. Þetta segir Anne Sverdrup-Thygeson, einn fremsti skordýrafræðingur heims og prófessor við Norska lífvísindaháskólann. Sverdrup-Thygeson segir skordýr vera límið í náttúrunni og enginn vafi leiki á því að bæði fjöldi þeirra og fjölbreytileiki fara minnkandi. Hún segir það aðeins tímaspursmál hvenær afleiðingarnar komi í ljós verði ekkert að gert enda leiki skordýr lykilhlutverk í flóknu vistkerfi Jarðarinnar sem viðheldur öllu lífi á plánetunni. Í gær kom út ný skýrsla á vegum Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika og þjónustu vistkerfa. Skýrslan er sláandi en þar kemur meðal annars fram að allt að milljón tegundir lífvera séu í útrýmingarhættu á næstu áratugum vegna ágangs mannsins á náttúruna. Þá er aldauði lífvera margfalt meiri nú en meðaltal síðustu tíu milljón ára og er ein af hverjum fjórum tegundum í hættu. Skordýr eru stoðirnar undir matnum og vatninu sem mannkynið reiðir sig á. Sverdrup-Thygeson segir að fyrsta skrefið í því að bjarga þessum litlu lífverum sé að fá fólk til þess að meta þær að verðleikum. Tölfræðin sýnir að á meðan mennirnir eru helmingi fleiri en þeir voru fyrir 40 árum þá hefur fjölda skordýra fækkað um helming á sama tíma. Sverdrup-Thygeson segir þetta dramatíska breytingu. „Það eru enn mörg smáatriði sem þarf að skoða en ég hef lesið nánast allar rannsóknir um þetta sem til eru á ensku og ég hef ekki enn rekist á neina þar sem helstu skilaboð skordýrafræðinga eru hnignun margra skordýrategunda,“ segir Sverdrup-Thygeson. Hún segir eyðileggingu náttúrulegs umhverfis til þess að rækta land meginástæðu þessarar þróunar. „Þegar þú setur síðan öll eiturefnin og loftslagsbreytingar í jöfnuna þá getum við sagt að það sé ekki mjög gott að vera skordýr í dag. Ég get vel skilið það að fólk hafi ekki áhuga á að bjarga skordýrum skordýranna vegna en maðurinn þarf að átta sig á því að þetta mun hafa áhrif á hann. Við þurfum að bjarga skordýrum, og ef það er ekki þeirra vegna, þá vegna okkar sjálfra. Það verður einfaldlega mun erfiðara en það er í dag að fá nægan mat og ferskvatn til að fæða allt mannkyn ef skordýranna nýtur ekki við. Það ætti að vera mikil hvatning til þess að gera eitthvað á meðan við höfum enn tíma til þess,“ segir Sverdrup-Thygeson. Dýr Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Plastpokabann samþykkt á Alþingi Frá og með 1. janúar 2021 verður alfarið óheimilt fyrir verslanir að afhenda burðarpoka úr plasti. Hvort sem það verði með gjaldi eða ekki. 6. maí 2019 18:48 Fjórðungur dýra- og plöntutegunda í hættu vegna manna Ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna lýsir gríðarlegri hnignun lífríkis jarðarinnar vegna ágangs manna. 6. maí 2019 11:01 Ekki hægt að tala um afleiðingar loftslagsbreytinga sem neitt annað en neyð Umhverfisráðherra sat fyrir svörum í Sprengisandi í dag. 5. maí 2019 15:35 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Það þarf að bjarga skordýrum heimsins svo bjarga megi mannkyninu. Þetta segir Anne Sverdrup-Thygeson, einn fremsti skordýrafræðingur heims og prófessor við Norska lífvísindaháskólann. Sverdrup-Thygeson segir skordýr vera límið í náttúrunni og enginn vafi leiki á því að bæði fjöldi þeirra og fjölbreytileiki fara minnkandi. Hún segir það aðeins tímaspursmál hvenær afleiðingarnar komi í ljós verði ekkert að gert enda leiki skordýr lykilhlutverk í flóknu vistkerfi Jarðarinnar sem viðheldur öllu lífi á plánetunni. Í gær kom út ný skýrsla á vegum Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika og þjónustu vistkerfa. Skýrslan er sláandi en þar kemur meðal annars fram að allt að milljón tegundir lífvera séu í útrýmingarhættu á næstu áratugum vegna ágangs mannsins á náttúruna. Þá er aldauði lífvera margfalt meiri nú en meðaltal síðustu tíu milljón ára og er ein af hverjum fjórum tegundum í hættu. Skordýr eru stoðirnar undir matnum og vatninu sem mannkynið reiðir sig á. Sverdrup-Thygeson segir að fyrsta skrefið í því að bjarga þessum litlu lífverum sé að fá fólk til þess að meta þær að verðleikum. Tölfræðin sýnir að á meðan mennirnir eru helmingi fleiri en þeir voru fyrir 40 árum þá hefur fjölda skordýra fækkað um helming á sama tíma. Sverdrup-Thygeson segir þetta dramatíska breytingu. „Það eru enn mörg smáatriði sem þarf að skoða en ég hef lesið nánast allar rannsóknir um þetta sem til eru á ensku og ég hef ekki enn rekist á neina þar sem helstu skilaboð skordýrafræðinga eru hnignun margra skordýrategunda,“ segir Sverdrup-Thygeson. Hún segir eyðileggingu náttúrulegs umhverfis til þess að rækta land meginástæðu þessarar þróunar. „Þegar þú setur síðan öll eiturefnin og loftslagsbreytingar í jöfnuna þá getum við sagt að það sé ekki mjög gott að vera skordýr í dag. Ég get vel skilið það að fólk hafi ekki áhuga á að bjarga skordýrum skordýranna vegna en maðurinn þarf að átta sig á því að þetta mun hafa áhrif á hann. Við þurfum að bjarga skordýrum, og ef það er ekki þeirra vegna, þá vegna okkar sjálfra. Það verður einfaldlega mun erfiðara en það er í dag að fá nægan mat og ferskvatn til að fæða allt mannkyn ef skordýranna nýtur ekki við. Það ætti að vera mikil hvatning til þess að gera eitthvað á meðan við höfum enn tíma til þess,“ segir Sverdrup-Thygeson.
Dýr Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Plastpokabann samþykkt á Alþingi Frá og með 1. janúar 2021 verður alfarið óheimilt fyrir verslanir að afhenda burðarpoka úr plasti. Hvort sem það verði með gjaldi eða ekki. 6. maí 2019 18:48 Fjórðungur dýra- og plöntutegunda í hættu vegna manna Ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna lýsir gríðarlegri hnignun lífríkis jarðarinnar vegna ágangs manna. 6. maí 2019 11:01 Ekki hægt að tala um afleiðingar loftslagsbreytinga sem neitt annað en neyð Umhverfisráðherra sat fyrir svörum í Sprengisandi í dag. 5. maí 2019 15:35 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Plastpokabann samþykkt á Alþingi Frá og með 1. janúar 2021 verður alfarið óheimilt fyrir verslanir að afhenda burðarpoka úr plasti. Hvort sem það verði með gjaldi eða ekki. 6. maí 2019 18:48
Fjórðungur dýra- og plöntutegunda í hættu vegna manna Ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna lýsir gríðarlegri hnignun lífríkis jarðarinnar vegna ágangs manna. 6. maí 2019 11:01
Ekki hægt að tala um afleiðingar loftslagsbreytinga sem neitt annað en neyð Umhverfisráðherra sat fyrir svörum í Sprengisandi í dag. 5. maí 2019 15:35
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent