Fótbolti

Móðir Cristiano Ronaldo að dreifa fölskum fréttum um soninn sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo í leik með Juventus á leiktíðinni.
Cristiano Ronaldo í leik með Juventus á leiktíðinni. Getty/Marco Canoniero
Cristiano Ronaldo er frábær fótboltamaður með þvílíka afrekaskrá sem er bæði full af einstaklingsafrekum og titlum.

Það þótti því frekar fyndið að sjá móðir Cristiano Ronaldo verða að skálda upp ýktari og frekari afrek hjá kappanum á dögunum.



Móðir Ronaldo heitir Dolores Aveiro og hún hélt því fram á Twitter að sonur hennar hafi bjargað Juventus frá falli úr ítölsku deildinni og upp á sitt einsdæmi endað tveggja áratuga bið félagsins eftir titli.

Hún gerði þetta með því að tísta mynd þar sem stóð: „Cristiano, leikmaðurinn sem bjargaði Juventus frá falli og sá til þess að félagið vann titilinn á ný eftir næstum því tuttugu ára bið“

Undir myndinni skrifaði hún síðan. „Stoltið mitt, sonur minn“

Spænska blaðið AS sagði frá þessu en þar kemur ekki fram hvaðan upphaflega myndin kemur.

Hér fyrir neðan má sjá Twitter-færsluna frá móður Cristiano Ronaldo.





Cristiano Ronaldo yfirgaf Real Madrid í sumar og er að klára sitt fyrsta tímabil með Juventus á ítalíu.

Þriggja ára sigurganga Real Madrid og Cristiano Ronaldo í Meistaradeildinni endaði á báðum vígstöðvum.

Hinn 34 ára gamli Cristiano Ronaldo hjálpaði hins vegar Juventus liðinu að vinna áttunda titilinn í röð á Ítalíu. Ronaldo er með 28 mörk í 44 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×