Enski boltinn

Bolton í greiðslustöðvun og byrjar næsta tímabil með tólf stig í mínus

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bolton lék síðast í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2011-12.
Bolton lék síðast í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2011-12. vísir/getty

Enska fótboltafélagið Bolton Wanderers hefur verið sett í greiðslustöðvun.

Bolton á í miklum fjárhagsvandræðum og skuldar m.a. 1,2 milljónir punda í skatta.

Bolton féll úr ensku B-deildinni í vor og hefur væntanlega leik í C-deildinni með tólf stig í mínus.

Leikmenn Bolton fóru í verkfall undir lok tímabilsins vegna vangoldinna launa og félagið gaf leik gegn Brentford í næstsíðustu umferð B-deildarinnar.

Bolton lék síðast í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2011-12. Síðustu ár hafa verið erfið fyrir félagið sem er fallið niður í C-deildina í annað sinn síðan 2016.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.