Segir umræðu um þungunarrof á Alþingi engum til sóma Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. maí 2019 20:19 Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra. vísir/gva „Umræðan um málið á Alþingi er gengin út í algjörar öfgar og komin út í hreina vitleysu, engum til sóma“ Þetta segir Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, um umræðu sem þingmenn hafa staðið fyrir um þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra. Frumvarpið heimilar konum að rjúfa meðgöngu allt fram á tuttugustu og aðra viku meðgöngu. Jóhanna gerði grein fyrir skoðun sinni í stöðuuppfærslu á Facebook. „Einn þingmaður ásakar þá þingmenn sem tala fyrir auknum rétti að vilja drepa barn í móðurkviði, sem er vægast sagt afar ósmekklegt,“ skrifar Jóhanna. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, bað Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, um að gæta orða sinna eftir að Inga lét eftirfarandi orð falla: „Það er markmiðið að þetta verði gert og það hefur þessi salur sannarlega sýnt með frábærum húrra hrópum og gleðihljóðum, þegar við ætlum að taka hér ákvörðun um það að 22 vikna ófullburða barn verði drepið í móðurkviði, og ég mun alltaf segja nei,“ Jóhönnu fannst orðræða stuðningsmanna frumvarpsins heldur ekki vera til eftirbreytni. „Annar ber sér á brjóst og segir þetta mesta kvenfrelsismál síðustu 100 árin sem er fjarstæða. Og sá þriðji spyr hver réttur fósturs sé til að erfa eignir, sem erfitt er að sjá að eigi erindi inn í umræðuna.“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði í ræðustól Alþingis að þingmenn stæðu frammi fyrir því að greiða atkvæði um eitt stærsta kvenfrelsismál Alþingis á öldinni. Hún sagði að þrátt fyrir að frumvarpið væri gríðarlegt fagnaðarefni afhjúpaði það raunverulega afstöðu nokkurra þingmanna til kvenna og sérfræðinga. Þá vildi Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að frumvarpið yrði dregið til baka svo hægt yrði að fjalla nánar um málið, meðal annars á grundvelli lagalegra réttinda þeirra sem ekki hafa fæðst, rétt ófæddra barna til að erfa eignir foreldra sinna. Sjá frétt Stundarinnar um málið. Jóhanna segir að skynsamlegast væri að róa umræðuna og fresta málinu til næsta þings. „Vonandi verður þá mesta geðshræringin yfirstaðin og hægt að ræða málið af meiri yfirvegun“. Atkvæðagreiðsla um frumvarpið fer fram í næstu viku. Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Harðar deilur um frumvarp um þungunarrof á Alþingi Alþingismenn tókust harkalega á í gær í umræðum um þungunarrof. Sumir þingmenn vilja takmarka sjálfsákvörðunarrétt kvenna til þungunarrofs og færa löggjöfina aftur um áratugi. 8. maí 2019 07:15 Þingforseti bað Ingu Sæland að gæta orða sinna í umræðu um þungunarrof Harkalega var tekist á um frumvarp um þungunarrof á alþingi í dag en með frumvarpinu verður konum heimilt að láta rjúfa þungun allt að tuttugustu og annarri viku við þriðju umræðu á Alþingi í dag. 7. maí 2019 18:00 Bein útsending: Hart tekist á um þungunarrof á Alþingi Óli Björn Kárason, bað um að þriðju umræðu um þungunarrofsfrumvarpið yrði frestað. 7. maí 2019 15:51 Sjö karlkyns þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá í atkvæðagreiðslu um þungunarrof Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að lokinni annarri umræðu á Alþingi í dag. 3. maí 2019 20:30 Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra verður áfram rætt í velferðarnefnd Alþingis en næsti fundur er á mánudag. 3. maí 2019 16:20 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
„Umræðan um málið á Alþingi er gengin út í algjörar öfgar og komin út í hreina vitleysu, engum til sóma“ Þetta segir Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, um umræðu sem þingmenn hafa staðið fyrir um þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra. Frumvarpið heimilar konum að rjúfa meðgöngu allt fram á tuttugustu og aðra viku meðgöngu. Jóhanna gerði grein fyrir skoðun sinni í stöðuuppfærslu á Facebook. „Einn þingmaður ásakar þá þingmenn sem tala fyrir auknum rétti að vilja drepa barn í móðurkviði, sem er vægast sagt afar ósmekklegt,“ skrifar Jóhanna. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, bað Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, um að gæta orða sinna eftir að Inga lét eftirfarandi orð falla: „Það er markmiðið að þetta verði gert og það hefur þessi salur sannarlega sýnt með frábærum húrra hrópum og gleðihljóðum, þegar við ætlum að taka hér ákvörðun um það að 22 vikna ófullburða barn verði drepið í móðurkviði, og ég mun alltaf segja nei,“ Jóhönnu fannst orðræða stuðningsmanna frumvarpsins heldur ekki vera til eftirbreytni. „Annar ber sér á brjóst og segir þetta mesta kvenfrelsismál síðustu 100 árin sem er fjarstæða. Og sá þriðji spyr hver réttur fósturs sé til að erfa eignir, sem erfitt er að sjá að eigi erindi inn í umræðuna.“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði í ræðustól Alþingis að þingmenn stæðu frammi fyrir því að greiða atkvæði um eitt stærsta kvenfrelsismál Alþingis á öldinni. Hún sagði að þrátt fyrir að frumvarpið væri gríðarlegt fagnaðarefni afhjúpaði það raunverulega afstöðu nokkurra þingmanna til kvenna og sérfræðinga. Þá vildi Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að frumvarpið yrði dregið til baka svo hægt yrði að fjalla nánar um málið, meðal annars á grundvelli lagalegra réttinda þeirra sem ekki hafa fæðst, rétt ófæddra barna til að erfa eignir foreldra sinna. Sjá frétt Stundarinnar um málið. Jóhanna segir að skynsamlegast væri að róa umræðuna og fresta málinu til næsta þings. „Vonandi verður þá mesta geðshræringin yfirstaðin og hægt að ræða málið af meiri yfirvegun“. Atkvæðagreiðsla um frumvarpið fer fram í næstu viku.
Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Harðar deilur um frumvarp um þungunarrof á Alþingi Alþingismenn tókust harkalega á í gær í umræðum um þungunarrof. Sumir þingmenn vilja takmarka sjálfsákvörðunarrétt kvenna til þungunarrofs og færa löggjöfina aftur um áratugi. 8. maí 2019 07:15 Þingforseti bað Ingu Sæland að gæta orða sinna í umræðu um þungunarrof Harkalega var tekist á um frumvarp um þungunarrof á alþingi í dag en með frumvarpinu verður konum heimilt að láta rjúfa þungun allt að tuttugustu og annarri viku við þriðju umræðu á Alþingi í dag. 7. maí 2019 18:00 Bein útsending: Hart tekist á um þungunarrof á Alþingi Óli Björn Kárason, bað um að þriðju umræðu um þungunarrofsfrumvarpið yrði frestað. 7. maí 2019 15:51 Sjö karlkyns þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá í atkvæðagreiðslu um þungunarrof Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að lokinni annarri umræðu á Alþingi í dag. 3. maí 2019 20:30 Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra verður áfram rætt í velferðarnefnd Alþingis en næsti fundur er á mánudag. 3. maí 2019 16:20 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Harðar deilur um frumvarp um þungunarrof á Alþingi Alþingismenn tókust harkalega á í gær í umræðum um þungunarrof. Sumir þingmenn vilja takmarka sjálfsákvörðunarrétt kvenna til þungunarrofs og færa löggjöfina aftur um áratugi. 8. maí 2019 07:15
Þingforseti bað Ingu Sæland að gæta orða sinna í umræðu um þungunarrof Harkalega var tekist á um frumvarp um þungunarrof á alþingi í dag en með frumvarpinu verður konum heimilt að láta rjúfa þungun allt að tuttugustu og annarri viku við þriðju umræðu á Alþingi í dag. 7. maí 2019 18:00
Bein útsending: Hart tekist á um þungunarrof á Alþingi Óli Björn Kárason, bað um að þriðju umræðu um þungunarrofsfrumvarpið yrði frestað. 7. maí 2019 15:51
Sjö karlkyns þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá í atkvæðagreiðslu um þungunarrof Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að lokinni annarri umræðu á Alþingi í dag. 3. maí 2019 20:30
Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra verður áfram rætt í velferðarnefnd Alþingis en næsti fundur er á mánudag. 3. maí 2019 16:20