Segir umræðu um þungunarrof á Alþingi engum til sóma Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. maí 2019 20:19 Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra. vísir/gva „Umræðan um málið á Alþingi er gengin út í algjörar öfgar og komin út í hreina vitleysu, engum til sóma“ Þetta segir Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, um umræðu sem þingmenn hafa staðið fyrir um þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra. Frumvarpið heimilar konum að rjúfa meðgöngu allt fram á tuttugustu og aðra viku meðgöngu. Jóhanna gerði grein fyrir skoðun sinni í stöðuuppfærslu á Facebook. „Einn þingmaður ásakar þá þingmenn sem tala fyrir auknum rétti að vilja drepa barn í móðurkviði, sem er vægast sagt afar ósmekklegt,“ skrifar Jóhanna. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, bað Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, um að gæta orða sinna eftir að Inga lét eftirfarandi orð falla: „Það er markmiðið að þetta verði gert og það hefur þessi salur sannarlega sýnt með frábærum húrra hrópum og gleðihljóðum, þegar við ætlum að taka hér ákvörðun um það að 22 vikna ófullburða barn verði drepið í móðurkviði, og ég mun alltaf segja nei,“ Jóhönnu fannst orðræða stuðningsmanna frumvarpsins heldur ekki vera til eftirbreytni. „Annar ber sér á brjóst og segir þetta mesta kvenfrelsismál síðustu 100 árin sem er fjarstæða. Og sá þriðji spyr hver réttur fósturs sé til að erfa eignir, sem erfitt er að sjá að eigi erindi inn í umræðuna.“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði í ræðustól Alþingis að þingmenn stæðu frammi fyrir því að greiða atkvæði um eitt stærsta kvenfrelsismál Alþingis á öldinni. Hún sagði að þrátt fyrir að frumvarpið væri gríðarlegt fagnaðarefni afhjúpaði það raunverulega afstöðu nokkurra þingmanna til kvenna og sérfræðinga. Þá vildi Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að frumvarpið yrði dregið til baka svo hægt yrði að fjalla nánar um málið, meðal annars á grundvelli lagalegra réttinda þeirra sem ekki hafa fæðst, rétt ófæddra barna til að erfa eignir foreldra sinna. Sjá frétt Stundarinnar um málið. Jóhanna segir að skynsamlegast væri að róa umræðuna og fresta málinu til næsta þings. „Vonandi verður þá mesta geðshræringin yfirstaðin og hægt að ræða málið af meiri yfirvegun“. Atkvæðagreiðsla um frumvarpið fer fram í næstu viku. Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Harðar deilur um frumvarp um þungunarrof á Alþingi Alþingismenn tókust harkalega á í gær í umræðum um þungunarrof. Sumir þingmenn vilja takmarka sjálfsákvörðunarrétt kvenna til þungunarrofs og færa löggjöfina aftur um áratugi. 8. maí 2019 07:15 Þingforseti bað Ingu Sæland að gæta orða sinna í umræðu um þungunarrof Harkalega var tekist á um frumvarp um þungunarrof á alþingi í dag en með frumvarpinu verður konum heimilt að láta rjúfa þungun allt að tuttugustu og annarri viku við þriðju umræðu á Alþingi í dag. 7. maí 2019 18:00 Bein útsending: Hart tekist á um þungunarrof á Alþingi Óli Björn Kárason, bað um að þriðju umræðu um þungunarrofsfrumvarpið yrði frestað. 7. maí 2019 15:51 Sjö karlkyns þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá í atkvæðagreiðslu um þungunarrof Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að lokinni annarri umræðu á Alþingi í dag. 3. maí 2019 20:30 Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra verður áfram rætt í velferðarnefnd Alþingis en næsti fundur er á mánudag. 3. maí 2019 16:20 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira
„Umræðan um málið á Alþingi er gengin út í algjörar öfgar og komin út í hreina vitleysu, engum til sóma“ Þetta segir Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, um umræðu sem þingmenn hafa staðið fyrir um þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra. Frumvarpið heimilar konum að rjúfa meðgöngu allt fram á tuttugustu og aðra viku meðgöngu. Jóhanna gerði grein fyrir skoðun sinni í stöðuuppfærslu á Facebook. „Einn þingmaður ásakar þá þingmenn sem tala fyrir auknum rétti að vilja drepa barn í móðurkviði, sem er vægast sagt afar ósmekklegt,“ skrifar Jóhanna. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, bað Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, um að gæta orða sinna eftir að Inga lét eftirfarandi orð falla: „Það er markmiðið að þetta verði gert og það hefur þessi salur sannarlega sýnt með frábærum húrra hrópum og gleðihljóðum, þegar við ætlum að taka hér ákvörðun um það að 22 vikna ófullburða barn verði drepið í móðurkviði, og ég mun alltaf segja nei,“ Jóhönnu fannst orðræða stuðningsmanna frumvarpsins heldur ekki vera til eftirbreytni. „Annar ber sér á brjóst og segir þetta mesta kvenfrelsismál síðustu 100 árin sem er fjarstæða. Og sá þriðji spyr hver réttur fósturs sé til að erfa eignir, sem erfitt er að sjá að eigi erindi inn í umræðuna.“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði í ræðustól Alþingis að þingmenn stæðu frammi fyrir því að greiða atkvæði um eitt stærsta kvenfrelsismál Alþingis á öldinni. Hún sagði að þrátt fyrir að frumvarpið væri gríðarlegt fagnaðarefni afhjúpaði það raunverulega afstöðu nokkurra þingmanna til kvenna og sérfræðinga. Þá vildi Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að frumvarpið yrði dregið til baka svo hægt yrði að fjalla nánar um málið, meðal annars á grundvelli lagalegra réttinda þeirra sem ekki hafa fæðst, rétt ófæddra barna til að erfa eignir foreldra sinna. Sjá frétt Stundarinnar um málið. Jóhanna segir að skynsamlegast væri að róa umræðuna og fresta málinu til næsta þings. „Vonandi verður þá mesta geðshræringin yfirstaðin og hægt að ræða málið af meiri yfirvegun“. Atkvæðagreiðsla um frumvarpið fer fram í næstu viku.
Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Harðar deilur um frumvarp um þungunarrof á Alþingi Alþingismenn tókust harkalega á í gær í umræðum um þungunarrof. Sumir þingmenn vilja takmarka sjálfsákvörðunarrétt kvenna til þungunarrofs og færa löggjöfina aftur um áratugi. 8. maí 2019 07:15 Þingforseti bað Ingu Sæland að gæta orða sinna í umræðu um þungunarrof Harkalega var tekist á um frumvarp um þungunarrof á alþingi í dag en með frumvarpinu verður konum heimilt að láta rjúfa þungun allt að tuttugustu og annarri viku við þriðju umræðu á Alþingi í dag. 7. maí 2019 18:00 Bein útsending: Hart tekist á um þungunarrof á Alþingi Óli Björn Kárason, bað um að þriðju umræðu um þungunarrofsfrumvarpið yrði frestað. 7. maí 2019 15:51 Sjö karlkyns þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá í atkvæðagreiðslu um þungunarrof Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að lokinni annarri umræðu á Alþingi í dag. 3. maí 2019 20:30 Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra verður áfram rætt í velferðarnefnd Alþingis en næsti fundur er á mánudag. 3. maí 2019 16:20 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira
Harðar deilur um frumvarp um þungunarrof á Alþingi Alþingismenn tókust harkalega á í gær í umræðum um þungunarrof. Sumir þingmenn vilja takmarka sjálfsákvörðunarrétt kvenna til þungunarrofs og færa löggjöfina aftur um áratugi. 8. maí 2019 07:15
Þingforseti bað Ingu Sæland að gæta orða sinna í umræðu um þungunarrof Harkalega var tekist á um frumvarp um þungunarrof á alþingi í dag en með frumvarpinu verður konum heimilt að láta rjúfa þungun allt að tuttugustu og annarri viku við þriðju umræðu á Alþingi í dag. 7. maí 2019 18:00
Bein útsending: Hart tekist á um þungunarrof á Alþingi Óli Björn Kárason, bað um að þriðju umræðu um þungunarrofsfrumvarpið yrði frestað. 7. maí 2019 15:51
Sjö karlkyns þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá í atkvæðagreiðslu um þungunarrof Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að lokinni annarri umræðu á Alþingi í dag. 3. maí 2019 20:30
Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra verður áfram rætt í velferðarnefnd Alþingis en næsti fundur er á mánudag. 3. maí 2019 16:20