Íran krefst verndar gegn Bandaríkjunum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. maí 2019 08:00 Rouhani er ekki sáttur við viðskiptaþvinganirnar. Nordicphotos/AFP Hassan Rouhani, forseti Írans, greindi frá því í gær að ríkið væri tímabundið hætt að framfylgja skilmálum Íranssamningsins svokallaða. Það er að segja samnings sem Bandaríkin, Frakkland, Þýskaland, Rússland, Kína og Bretland gerðu við Íran um að ríkið myndi leggja kjarnorkuáætlun sína niður í skiptum fyrir afléttingu viðskiptaþvingana. Frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti rifti samningnum af hálfu Bandaríkjanna í maí á síðasta ári hefur framtíð plaggsins verið óljós. Þau aðildarríki sem eftir stóðu hétu því að vinna áfram eftir samningnum en Bandaríkjamenn settu hins vegar á ný viðskiptaþvinganir gegn Írönum. Þessar nýju þvinganir hafa haft neikvæð áhrif á íranskt hagkerfi og var því ómögulegt að halda áfram að framfylgja samningnum, að því er Javad Zarif, íranski utanríkisráðherrann, sagði á Twitter í gær. Samkvæmt Rouhani er hugsanlegt að Íranar muni nú framleiða meira af auðguðu úrani til einkanota. Samningurinn kveður á um að Íranar þurfi að selja úr landi allt auðgað úran sem framleitt er við almenna orkuframleiðslu en efnið er hægt að nýta í framleiðslu kjarnorkuvopna. Forsetinn sagði hins vegar að þetta yrði ekki gert á næstu sextíu dögum og fór fram á það sérstaklega við aðildarríki samningsins að þau myndu vinna með Írönum að því að aflétta hinum bandarísku viðskiptaþvingunum. Annars myndu Íranar vinna auðgað úran fyrir sjálfa sig. Zarif tók í sama streng í tísti sínu og skoraði sérstaklega á evrópsku aðildarríkin. Þau hefðu nú þröngan tímaramma til þess að athafna sig og halda lífi í samningnum. „Ef þessi fimm ríki koma að borðinu og við komumst að samkomulagi, og ef þau samþykkja að vernda olíu- og fjármálageira íranska hagkerfisins, getum við komist aftur á byrjunarreit. Íranska þjóðin og heimurinn allur þurfa að vera meðvituð um það að þetta markar ekki endalok samningsins,“ sagði Rouhani. Ákvörðun Íransstjórnar féll í nokkuð grýttan jarðveg hjá aðildarríkjunum. Dmítríj Peskov, upplýsingafulltrúi Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, kenndi Bandaríkjamönnum um hvernig farið hefur fyrir samningnum. Hann sagði að Pútín hefði spáð fyrir um afleiðingar „vanhugsaðrar“ riftunar Bandaríkjamanna. „Nú erum við að sjá þessar spár verða að raunveruleika.“ Florence Parly, franski varnarmálaráðherrann, sagði við franska miðilinn BFM TV að Frakkar vildu ólmir halda lífi í plagginu, ella myndi frekari þvingunum verða beitt gegn Íran. „Það myndi ekkert koma sér verr fyrir Íran í dag en að rifta samningnum.“ Bretar, Kínverjar og Þjóðverjar ræddu sömuleiðis um mikilvægi samningsins. Theresa May, forsætisráðherra Breta, sagði að það væri lykilatriði að samningurinn yrði virtur og upplýsingafulltrúi þýska utanríkisráðuneytisins sagði Þjóðverja staðráðna í því að framfylgja samningnum. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Íran Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Hassan Rouhani, forseti Írans, greindi frá því í gær að ríkið væri tímabundið hætt að framfylgja skilmálum Íranssamningsins svokallaða. Það er að segja samnings sem Bandaríkin, Frakkland, Þýskaland, Rússland, Kína og Bretland gerðu við Íran um að ríkið myndi leggja kjarnorkuáætlun sína niður í skiptum fyrir afléttingu viðskiptaþvingana. Frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti rifti samningnum af hálfu Bandaríkjanna í maí á síðasta ári hefur framtíð plaggsins verið óljós. Þau aðildarríki sem eftir stóðu hétu því að vinna áfram eftir samningnum en Bandaríkjamenn settu hins vegar á ný viðskiptaþvinganir gegn Írönum. Þessar nýju þvinganir hafa haft neikvæð áhrif á íranskt hagkerfi og var því ómögulegt að halda áfram að framfylgja samningnum, að því er Javad Zarif, íranski utanríkisráðherrann, sagði á Twitter í gær. Samkvæmt Rouhani er hugsanlegt að Íranar muni nú framleiða meira af auðguðu úrani til einkanota. Samningurinn kveður á um að Íranar þurfi að selja úr landi allt auðgað úran sem framleitt er við almenna orkuframleiðslu en efnið er hægt að nýta í framleiðslu kjarnorkuvopna. Forsetinn sagði hins vegar að þetta yrði ekki gert á næstu sextíu dögum og fór fram á það sérstaklega við aðildarríki samningsins að þau myndu vinna með Írönum að því að aflétta hinum bandarísku viðskiptaþvingunum. Annars myndu Íranar vinna auðgað úran fyrir sjálfa sig. Zarif tók í sama streng í tísti sínu og skoraði sérstaklega á evrópsku aðildarríkin. Þau hefðu nú þröngan tímaramma til þess að athafna sig og halda lífi í samningnum. „Ef þessi fimm ríki koma að borðinu og við komumst að samkomulagi, og ef þau samþykkja að vernda olíu- og fjármálageira íranska hagkerfisins, getum við komist aftur á byrjunarreit. Íranska þjóðin og heimurinn allur þurfa að vera meðvituð um það að þetta markar ekki endalok samningsins,“ sagði Rouhani. Ákvörðun Íransstjórnar féll í nokkuð grýttan jarðveg hjá aðildarríkjunum. Dmítríj Peskov, upplýsingafulltrúi Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, kenndi Bandaríkjamönnum um hvernig farið hefur fyrir samningnum. Hann sagði að Pútín hefði spáð fyrir um afleiðingar „vanhugsaðrar“ riftunar Bandaríkjamanna. „Nú erum við að sjá þessar spár verða að raunveruleika.“ Florence Parly, franski varnarmálaráðherrann, sagði við franska miðilinn BFM TV að Frakkar vildu ólmir halda lífi í plagginu, ella myndi frekari þvingunum verða beitt gegn Íran. „Það myndi ekkert koma sér verr fyrir Íran í dag en að rifta samningnum.“ Bretar, Kínverjar og Þjóðverjar ræddu sömuleiðis um mikilvægi samningsins. Theresa May, forsætisráðherra Breta, sagði að það væri lykilatriði að samningurinn yrði virtur og upplýsingafulltrúi þýska utanríkisráðuneytisins sagði Þjóðverja staðráðna í því að framfylgja samningnum.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Íran Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent