Bensínstöðvar í þéttri íbúðabyggð fyrstar til að fara Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. maí 2019 18:14 Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. fbl/eyþór Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags-og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir að bensínstöðvar sem staðsettar eru inni í þéttri íbúðabyggð verði fyrstar til að fara en þær sem eru staðsettar við stofnbrautir aftur á móti síðastar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti í dag að borgarráð hefði samþykkt að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025 eða innan sex ára.Sjá nánar: Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Sigurborg Ósk útskýrði hugmyndina nánar í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis. Aðgerðin sé liður í því að sporna gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum auk þess sem aðgerðin flýtti fyrir orkuskiptum í samgöngum. Hún sagði að á sama tíma og bensínstöðvum fækkaði í Evrópu væri þróunin allt önnur á Íslandi. „Við erum að tala um að það er bensínstöð fyrir hverja 2700 íbúa. Það er ansi ríflegt“.Breið samstaða um aðgerðirnar Sigurborg Ósk sagði að það hefði verið afar ánægjulegt að einhugur ríkti um aðgerðirnar í borgarráði. Flokkarnir hefðu sammælst um að flýta fækkun benínstöðva úr 2030 í 2025. Í Loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar, sem samþykkt var árið 2016, voru sett fram markmið um fækkun bensínstöðva. „Unnin verði áætlun og skilgreindir hvatar sem miða að fækkun bensínstöðva. Markmiðið verði að dælum fyrir jarðefnaeldsneyti innan borgarmarkanna fækki um 50% til ársins 2030 og þær að mestu horfnar árið 2040.“Á meðan þróunin hefur verið sú að fækka bensínstöðvum í Evrópu hefur þeim fjölgað á Íslandi.Matvöruverslanir og íbúðir í stað bensínstöðva Í forgangi verður að fækka bensínstöðvum innan íbúðabyggðar eða í nálægð við þétta íbúðabyggð, innan miðborgar og blandaðrar byggðar, þar sem þær hafa veruleg áhrif á ásýnd og yfirbragð byggðar og á lóðum þar sem eru sérstök tækifæri til að þróa nýja og þéttari byggð og í nálægð við útivistarsvæði og viðkvæma náttúru. „Við nálgumst þetta út frá því hvar bensínstöðvarnar eru staðsettar það er að segja fyrst að loka þeim sem eru inni í þéttri íbúðabyggð og halda þá frekar þeim sem eru við stofnbrautirnar og þá eru þær sem eru í þéttri íbúðabyggð, þær liggja oft vel við alls konar uppbyggingarmöguleikum, þá er hægt að bæta við íbúðum eða koma með matvöruverslun eða alls konar þjónustu sem kannski vantar í hverfið. Það er hugmyndin,“ sagði Sigurborg Ósk. Viðræðurnar á byrjunarstigi Viðræður við olíufélögin eru að sögn Sigurborgar Óskar á frumstigi. Í Stefnu um orkustöðvar fyrir einkabíla kemur fram að lóðaleigusamningar um bensínstöðvar sem í dag eru útrunnir verði ekki endurnýjaðir lengur en til tveggja ára frá samþykkt í borgarráði. Aðspurð um hvenær fyrstu bensínstöðvarnar færu sagði Sigurborg Ósk að það fari eftir lóðaleigusamningum en hún gerir ráð fyrir því að það verði í það minnsta innan tveggja ára. Bensín og olía Borgarstjórn Loftslagsmál Reykjavík Reykjavík síðdegis Umhverfismál Tengdar fréttir Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags-og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir að bensínstöðvar sem staðsettar eru inni í þéttri íbúðabyggð verði fyrstar til að fara en þær sem eru staðsettar við stofnbrautir aftur á móti síðastar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti í dag að borgarráð hefði samþykkt að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025 eða innan sex ára.Sjá nánar: Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Sigurborg Ósk útskýrði hugmyndina nánar í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis. Aðgerðin sé liður í því að sporna gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum auk þess sem aðgerðin flýtti fyrir orkuskiptum í samgöngum. Hún sagði að á sama tíma og bensínstöðvum fækkaði í Evrópu væri þróunin allt önnur á Íslandi. „Við erum að tala um að það er bensínstöð fyrir hverja 2700 íbúa. Það er ansi ríflegt“.Breið samstaða um aðgerðirnar Sigurborg Ósk sagði að það hefði verið afar ánægjulegt að einhugur ríkti um aðgerðirnar í borgarráði. Flokkarnir hefðu sammælst um að flýta fækkun benínstöðva úr 2030 í 2025. Í Loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar, sem samþykkt var árið 2016, voru sett fram markmið um fækkun bensínstöðva. „Unnin verði áætlun og skilgreindir hvatar sem miða að fækkun bensínstöðva. Markmiðið verði að dælum fyrir jarðefnaeldsneyti innan borgarmarkanna fækki um 50% til ársins 2030 og þær að mestu horfnar árið 2040.“Á meðan þróunin hefur verið sú að fækka bensínstöðvum í Evrópu hefur þeim fjölgað á Íslandi.Matvöruverslanir og íbúðir í stað bensínstöðva Í forgangi verður að fækka bensínstöðvum innan íbúðabyggðar eða í nálægð við þétta íbúðabyggð, innan miðborgar og blandaðrar byggðar, þar sem þær hafa veruleg áhrif á ásýnd og yfirbragð byggðar og á lóðum þar sem eru sérstök tækifæri til að þróa nýja og þéttari byggð og í nálægð við útivistarsvæði og viðkvæma náttúru. „Við nálgumst þetta út frá því hvar bensínstöðvarnar eru staðsettar það er að segja fyrst að loka þeim sem eru inni í þéttri íbúðabyggð og halda þá frekar þeim sem eru við stofnbrautirnar og þá eru þær sem eru í þéttri íbúðabyggð, þær liggja oft vel við alls konar uppbyggingarmöguleikum, þá er hægt að bæta við íbúðum eða koma með matvöruverslun eða alls konar þjónustu sem kannski vantar í hverfið. Það er hugmyndin,“ sagði Sigurborg Ósk. Viðræðurnar á byrjunarstigi Viðræður við olíufélögin eru að sögn Sigurborgar Óskar á frumstigi. Í Stefnu um orkustöðvar fyrir einkabíla kemur fram að lóðaleigusamningar um bensínstöðvar sem í dag eru útrunnir verði ekki endurnýjaðir lengur en til tveggja ára frá samþykkt í borgarráði. Aðspurð um hvenær fyrstu bensínstöðvarnar færu sagði Sigurborg Ósk að það fari eftir lóðaleigusamningum en hún gerir ráð fyrir því að það verði í það minnsta innan tveggja ára.
Bensín og olía Borgarstjórn Loftslagsmál Reykjavík Reykjavík síðdegis Umhverfismál Tengdar fréttir Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18