Innlent

Efast um hlutlægni Landsréttar vegna stöðu Benedikts

Jakob Bjarnar skrifar
Ekki sér fyrir enda á væringum milli Jóns Steinars og Benedikts Bogasonar.
Ekki sér fyrir enda á væringum milli Jóns Steinars og Benedikts Bogasonar.
„Hvernig ætlar Landsréttur að tryggja mér hlutlausa málsmeðferð í máli sem þessi valdamikli stjórnsýsluhafi í málefnum dómstólsins hefur höfðað gegn mér?“ Svo spyr Jón Steinar Gunnlaugsson í pistli sem hann birtir á Vísi.

Tilefni skrifanna er mál Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara á hendur honum í meiðyrðamáli; Benedikt stefndi Jóni Steinari vegna ummæla sem finna má í bókinni „Með lognið í fangið“ en þar telur hann dómara Landsréttar, meðal annarra Benedikt, hafa framið dómsmorð.

Jón Steinar var sýknaður í héraði en Benedikt áfrýjaði málinu til Landsréttar. En, nú vill svo til að Benedikt er formaður dómstólasýslu sem er sjálfstæð stjórnsýslustofnun sem sagt er að skuli annast sameiginlega stjórnsýslu dómstólanna. Jón Steinar veltir því fyrir sér hvort það geri jafnvel Landsrétt vanhæfan.


Tengdar fréttir

Jón Steinar sýknaður: Gagnrýni á Hæstarétt var gildisdómur

Það var niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni að Jón Steinar hafi hvergi í sinni gagnrýni á Hæstarétt sakað Benedikt eða aðra dómara Hæstaréttar um refsiverða háttsemi. Gagnrýni hans á Hæstarétt var því ekki ærumeiðandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×